Ætla ekki að standa á hliðarlínunni nú eins og í hruninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2020 12:46 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“ Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Formaður VR segir forsendur lífskjarasamningsins brostnar, standi stjórnvöld ekki við fyrirheit í húsnæðismálum. Verkalýðshreyfingin muni ekki standa á hliðarlínunni í niðursveiflunni nú líkt og í hruninu. Þá býst hann við að ríkisstjórnin uppfylli einhverjar óskir hreyfingarinnar í viðbótaraðgerðapakka sem kynntur verður á næstunni. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR ræddi stöðu lífskjarasamningsins eins og hún blasir við verkalýðshreyfingunni í samtali við Morgunblaðið í dag. Hann bendir nú á í samtali við fréttastofu að þó að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál á borð við fyrstu kaup, leiguvernd og bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum enn ekki í höfn. „Þannig að í mínum huga er algjörlega ljóst að forsendurnar eru eins og staðan er í dag brostnar. Það er mjög lítill tími til stefnu. Það er ekki hægt að taka upp svona mál og henda þeim í gegnum þingið viku fyrir endurskoðun samninga í byrjun september. Það þarf að fara að taka þessa stöðu mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert.“ Ragnar Þór kveðst þegar hafa kallað eftir viðræðum við ríkisstjórnina og Samtök atvinnulífsins svo hægt verði að byrja vinnu við framkvæmd samninga. Hún verði að fara strax af stað ef ekki eigi illa að fara. „En það er líka algjörlega á kristaltæru og algjörlega á hreinu í mínum huga að við munum ekki standa á hliðarlínunni eins og gert var í síðasta hruni þegar verkalýðshreyfingin fylgdist með á hliðarlínunni þegar fólkið okkar, félagsmenn og almenningur missti hér aleiguna.“ Ríkisstjórnin kynnir á næstu dögum viðbótarpakka til innspýtingar í efnahagslífið vegna faraldurs kórónuveiru. Ragnar Þór segir að VR hafi í því samhengi til dæmis kallað eftir auknum styrk til húsnæðisbótakerfisins. „Og ég á von á því að það verði tikkað í einhver box með því aðgerðaplani sem ríkisstjórnin setur fram næst. Og svo bara þarf að halda áfram.“
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42 Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08 Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Lífskjarasamningnum sagt upp standi stjórnvöld ekki við gefin fyrirheit Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi staðið við nokkur samningsatriði séu lykilmál ekki enn í höfn. 17. apríl 2020 07:42
Landsmóti hestamanna 2020 frestað Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. 17. apríl 2020 10:08
Fjörutíu daga heimsóknarbann hefur verið mörgum þungbært Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa verið nauðsynlegt að setja á heimsóknarbann í ljósi þess ástands sem er í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. 16. apríl 2020 21:15
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39