Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:18 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Breki segir þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. En þeir ætla líka að halda úti nokkrum flugleiðum hvar Íslendingum er meinað að stíga frá borði, ég veit ekki hvort þeim er meinað að fara um borð eða slíkt, en þá kemur til kasta ákvæða bæði í kredit- og debetkortaskilmálum og jafnvel heimilistryggingum hjá fólki,“ sagði Breki í Reykjavík síðdegis í dag og hélt áfram: „Þar segir í mörgum þeirra, þetta er ekki alveg eins orðað: Ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt þá ber að tryggja ferðina þannig að fólk getur í vissum tilfellum, í þeim tilfellum þar sem Icelandair flýgur áfram, þeir ætla til dæmis að halda áfram að fljúga til New York, ef fólk á miða með Icelandair til New York en kemst ekki um borð eða frá borði í New York þá á það rétt á, sé það með þessar ferðatryggingar eða heimilistryggingar, þá á það hugsanlega rétt á bótum svo ég tala nú í eins miklum viðtengingarhætti og ég get.“ Þá eigi fólk sem hafi keypt pakkaferð, flug og hótel af ferðaskrifstofu, rétt á fullum bótum frá ferðaskrifstofunni. „Það er að segja ef ferðaskrifstofan getur ekki uppfyllt ferðina, þetta er í rauninni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir, ef ekki fleiri,“ sagði Breki. Wuhan-veiran Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Breki segir þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. En þeir ætla líka að halda úti nokkrum flugleiðum hvar Íslendingum er meinað að stíga frá borði, ég veit ekki hvort þeim er meinað að fara um borð eða slíkt, en þá kemur til kasta ákvæða bæði í kredit- og debetkortaskilmálum og jafnvel heimilistryggingum hjá fólki,“ sagði Breki í Reykjavík síðdegis í dag og hélt áfram: „Þar segir í mörgum þeirra, þetta er ekki alveg eins orðað: Ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt þá ber að tryggja ferðina þannig að fólk getur í vissum tilfellum, í þeim tilfellum þar sem Icelandair flýgur áfram, þeir ætla til dæmis að halda áfram að fljúga til New York, ef fólk á miða með Icelandair til New York en kemst ekki um borð eða frá borði í New York þá á það rétt á, sé það með þessar ferðatryggingar eða heimilistryggingar, þá á það hugsanlega rétt á bótum svo ég tala nú í eins miklum viðtengingarhætti og ég get.“ Þá eigi fólk sem hafi keypt pakkaferð, flug og hótel af ferðaskrifstofu, rétt á fullum bótum frá ferðaskrifstofunni. „Það er að segja ef ferðaskrifstofan getur ekki uppfyllt ferðina, þetta er í rauninni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir, ef ekki fleiri,“ sagði Breki.
Wuhan-veiran Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira