Innlent

Fram­halds­skóla­kennarar skrifa undir kjara­samning

Atli Ísleifsson skrifar
Gildistími hins nýja samnings er frá 1. apríl 2019 til 31. desember 2020.
Gildistími hins nýja samnings er frá 1. apríl 2019 til 31. desember 2020. Vísir/Vilhelm

Félag framhaldsskólakennara (FF) og Félag stjórnenda í framhaldsskólum (FS) hafa skrifað undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við ríkið.

Skrifað var undir samninginn nú síðdegis í húsnæði ríkissáttasemjara með fyrirvara um samþykki félagsmanna FF og FS.

Í tilkynningu frá Kennarasambandinu segir að samningurinn verði kynntur félagsmönnum FF og FS á næstu dögum og megi félagsmenn vænta upplýsinga frá formönnum sínum um fyrirkomulag kynninga og atkvæðagreiðslu.

„Gildistími hins nýja samnings er frá 1. apríl 2019 til 31. desember 2020.

FF og FS hafa verið án samnings síðan í lok mars á síðasta ári en síðast var skrifað undir kjarasamning 21. apríl 2018,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×