Mikill viðbúnaður var við Sundhöll Selfoss á ellefta tímanum í dag og var byggingin rýmd þegar eldri maður slasaðist alvarlega. Verið er að rannsaka vettvang og verður sundlaugin lokuð um sinn, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Í Facebookfærslu lögreglunnar segir að lögregla og sjúkraflutningamenn væru enn að störfum.