Gjaldfrjáls leikskóli í 6 tíma á dag Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:00 Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Við miklar efnahagslegar sviptingar og breytingar á þjóðfélaginu er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórnum um allt land hafi að leiðarljósi fyrir hverja þeir starfa og hver tilgangur þeirra er. Í sveitarstjórnarlögum segir: Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum. Almannahagsmunir eru meira en bara styrk hagstjórn og samgöngumál. Nauðsynlegt er að fulltrúar almennings geri sitt ítrasta til að tryggja hagsmuni þeirra sem verst eru staddir. Með það að leiðarljósi hafa Píratar í Kópavogi lagt fram tillögu þess efnis að breytingar verði gerðar á gjaldskrá leikskóla þannig að fyrstu sex klukkustundir dagsins verði gjaldfrjálsar en innheimt verði gjald sem nemur raunkostnaði fyrir vistun umfram sex tímana. Í núverandi fyrirkomulagi greiðir Kópavogsbær um 75% kostnaðar við leikskóladvöl barna. Langflest börn dvelja á leikskólum í átta tíma á dag og því eru sex tímar einmitt 75% af vistunartíma flestra barna. Haldist dvalartími barna sá sami eftir breytinguna eykst kostnaður sveitarfélagsins því ekki að neinu ráði. Stóra breytingin verður hjá þeim sem nýlega hafa lækkað í starfshlutfalli eða misst vinnuna, stefna á töku fæðingarorlofs eða hafa af öðrum sökum misst tekjur og sjá ekki fram á að láta enda ná saman. Þessum hópi myndi standa til boða að minnka dvalartíma barna sinna á leikskóla í stað þess að láta þau hætta. Þannig fá foreldrar næði til að sækja um vinnu eða stunda nám, og börnin styrkjast í þeim félagslegum aðstæðum sem leikskólarnir okkar bjóða upp á. Svo eru dæmi um að tekjulágir foreldrar taki börnin sín úr leikskóla vegna fjárhagsvanda. Þessi tillaga valdeflir þá foreldra og tryggir menntun barna þeirra. Leikskólinn er gríðarlega mikilvægur fyrir félagsþroska barna og undirbúning fyrir grunnskóla, ekki síst fyrir börn af erlendum uppruna. En fleira hangir á spýtunni en aðstæður foreldra og barna þeirra. Nái breytingin fram að ganga mun álag á leikskólakennara og leiðbeinendur minnka og veita aukið svigrúm til að vinna að undirbúningi námsins. Þá mætti færa deildarfundi yfir á dagvinnutíma og þannig spara kostnað við yfirvinnu. Auk þess spilar aðgerðin vel með markmiðum um styttingu vinnuvikunnar. Þar sem sambærilegar tillögur hafa verið rýndar hefur niðurstaðan verið sú að tekjutap bæjarins vegna styttri dvalartíma yrði í öllum tilfellum minna en sparnaður vegna minni þrýstings á kerfið. Bæjarráð Kópavogs samþykkti að vísa tillögu okkar Pírata til menntasviðs, þar sem hún er nú í umsagnarferli. Ef tillagan nær fram að ganga má búast við því að þessi styrking á öryggisneti barnanna okkar geti komið til framkvæmda á næsta starfsári leikskólanna. Stundum er sem betur fer hægt að gera líf almennings betra með litlum tilkostnaði, einföldum aðgerðum og bara smá vilja til að líta hlutina frá nýju sjónarhorni. En aðeins ef markmiðið um að gæta að almennum hagsmunum allra íbúa er í hávegum haft. Höfundur er bæjarfulltrúi hjá Kópavogsbæ.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar