Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:44 Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson tókust á í pontu Alþingis í gærkvöldi. Vísir/Samsett Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu. Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu.
Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira