Hjúkrunarfræðingar standa eftir í skugganum Elín Tryggvadóttir skrifar 12. júní 2020 11:30 Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. Fjölmiðlar og stjórnvöld erum með puttann á púlsinum eins og alltaf og í dag hafa fréttir snúist um það hver eigi að taka Covid strokin í Leifsstöð þegar verkfall er skollið á. Því það er það versta sem gæti gerst ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall, að enginn taki einhver nefkoksstrok úr ferðamönnum. Minni áhyggjur virðast vera af því að þjónusta heilsugæslunnar og heimahjúkrunar verður í algjöru lágmarki. Það gleymist að enginn fer í skurðaðgerðir nema líf liggi við, enginn fær göngudeildarþjónustu og sáraskiptingar. Enginn man að sjúkrahúsin þurfa að hægja rækilega á allri starfsemi. Nei nei, það þarf ekkert að hugsa um það, ferðamennirnir eru að koma og einhver verður að taka strokin. Fyrir flesta hjúkrunarfræðinga þýðir fjölgun ferðamanna aukin vinna. Fjölgun ferðamanna þýðir fleiri komur á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur, fleiri innlagnir og einangranir. Ferðamenn virðast lenda frekar í alvarlegum slysum, stíga í hveri, húrra niður hlíðar, keyra út af vegum, ganga of hratt um gleðinnar dyr og face-planta og allt of margir hafa alls enga heilsu til að ferðast og lenda því alvarlega veikir í höndum þessara hjúkrunarfræðinga sem nú eru með vesen. Við sinnum þessu fólki án þess að því fylgi aukin fjárveiting til heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi um hundruði þúsunda gera fjárlög ekki ráð fyrir að þetta fólk svo mikið sem misstígi sig. Vegna þess að þeim fylgir enginn peningur þá fjölgar ekki hjúkrunarfræðingum á gólfinu og við bara hlaupum hraðar. Við hlaupum og hlaupum samningslaus í heimsfaraldri. Við hlaupum hraðar í góðæri og við hlaupum hraðar í kreppu. Við hlaupum hraðar þrátt fyrir fjögurra ára Gerðardóm og við sem vinnum samkvæmt undanþágu munum líka hlaupa hraðar verði af verkfalli, því líf liggur jú við. Nú þegar landsmenn sjá loks til sólar eftir kófið standa hjúkrunarfræðingar eftir í skugganum. Við erum þreytt á að hlaupa og fá lítið uppúr krafsinu. Við lifum ekki á hrósi og klappi án þess að ég sé að gera lítið úr hrósi og klappi. Við viljum geta séð fyrir fjölskyldu án þess að fórna fjölskyldulífinu með endalausum álagsvöktum. Við viljum vera metin jafn mikilvæg og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins. Við viljum leiðréttingu á grunnlaunum. Ég vona að Alþingi sem setti lög á 13 daga verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015, á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna, hugsi sig tvisvar um áður en þau endurtaka leikinn á 200 ára afmæli Florence Nightingale og árinu sem er tileinkað Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Við erum nefnilega orðin þreytt á að hlaupa fyrir fólk sem kann ekki að meta störf okkar. Ég vona líka að aðrir heilbrigðisstarfsmenn láti sér ekki detta svo mikið í hug að lyfta sýnatökupinna þessa daga. Við myndum gera það sama fyrir ykkur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nú bendir flest til þess að 22. júní muni hjúkrunarfræðingar um land allt leggja niður störf. Stétt sem oft er kölluð hryggjarstykki heilbrigðiskerfisins mun draga saman seglin svo um munar og öll þjónusta utan þeirrar sem má kalla lífsbjargandi verður felld niður. Fjölmiðlar og stjórnvöld erum með puttann á púlsinum eins og alltaf og í dag hafa fréttir snúist um það hver eigi að taka Covid strokin í Leifsstöð þegar verkfall er skollið á. Því það er það versta sem gæti gerst ef hjúkrunarfræðingar fara í verkfall, að enginn taki einhver nefkoksstrok úr ferðamönnum. Minni áhyggjur virðast vera af því að þjónusta heilsugæslunnar og heimahjúkrunar verður í algjöru lágmarki. Það gleymist að enginn fer í skurðaðgerðir nema líf liggi við, enginn fær göngudeildarþjónustu og sáraskiptingar. Enginn man að sjúkrahúsin þurfa að hægja rækilega á allri starfsemi. Nei nei, það þarf ekkert að hugsa um það, ferðamennirnir eru að koma og einhver verður að taka strokin. Fyrir flesta hjúkrunarfræðinga þýðir fjölgun ferðamanna aukin vinna. Fjölgun ferðamanna þýðir fleiri komur á heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur, fleiri innlagnir og einangranir. Ferðamenn virðast lenda frekar í alvarlegum slysum, stíga í hveri, húrra niður hlíðar, keyra út af vegum, ganga of hratt um gleðinnar dyr og face-planta og allt of margir hafa alls enga heilsu til að ferðast og lenda því alvarlega veikir í höndum þessara hjúkrunarfræðinga sem nú eru með vesen. Við sinnum þessu fólki án þess að því fylgi aukin fjárveiting til heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir að ferðamönnum fjölgi um hundruði þúsunda gera fjárlög ekki ráð fyrir að þetta fólk svo mikið sem misstígi sig. Vegna þess að þeim fylgir enginn peningur þá fjölgar ekki hjúkrunarfræðingum á gólfinu og við bara hlaupum hraðar. Við hlaupum og hlaupum samningslaus í heimsfaraldri. Við hlaupum hraðar í góðæri og við hlaupum hraðar í kreppu. Við hlaupum hraðar þrátt fyrir fjögurra ára Gerðardóm og við sem vinnum samkvæmt undanþágu munum líka hlaupa hraðar verði af verkfalli, því líf liggur jú við. Nú þegar landsmenn sjá loks til sólar eftir kófið standa hjúkrunarfræðingar eftir í skugganum. Við erum þreytt á að hlaupa og fá lítið uppúr krafsinu. Við lifum ekki á hrósi og klappi án þess að ég sé að gera lítið úr hrósi og klappi. Við viljum geta séð fyrir fjölskyldu án þess að fórna fjölskyldulífinu með endalausum álagsvöktum. Við viljum vera metin jafn mikilvæg og aðrir háskólamenntaðir starfsmenn ríkisins. Við viljum leiðréttingu á grunnlaunum. Ég vona að Alþingi sem setti lög á 13 daga verkfall hjúkrunarfræðinga árið 2015, á 100. afmælisári kosningarréttar kvenna, hugsi sig tvisvar um áður en þau endurtaka leikinn á 200 ára afmæli Florence Nightingale og árinu sem er tileinkað Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum. Við erum nefnilega orðin þreytt á að hlaupa fyrir fólk sem kann ekki að meta störf okkar. Ég vona líka að aðrir heilbrigðisstarfsmenn láti sér ekki detta svo mikið í hug að lyfta sýnatökupinna þessa daga. Við myndum gera það sama fyrir ykkur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun