Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Dómsmálaráðherra segir líklega von á fleiri ferðamönnum til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifstöð. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30

Togstreita skapaðist á Alþingi í dag og sakar stjórnarandstaðan stjórnarflokkana um að ætla að þvinga öll sín mál í gegn á stuttum tíma án þess að semja um afgreiðslu þeirra. Við verðum í beinni frá Alþingi þar sem málþóf virðist vera að hefjast. Einnig verður rætt við unga konu sem segir að grín sé aðal birtingarmynd fordóma gegn fólki af asískum uppruna. Hún segir fordóma grassera í íslensku samfélagi.

Þá verður farið yfir kröftugar kappræður forsetaframbjóðenda í gær, rætt við samgönguráðherra um smíði nýrrar flugstöðvar í Reykjavík og byltingarkennda íslenska uppfinningu fyrir álframleiðslu.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×