Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 11:11 Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli komu með flugi Wizz air frá London sem lenti klukkan 9:40 í morgun. Vísir/Frikki Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. Farþegar vélarinnar eru þeir fyrstu sem kost höfðu á því að velja á milli þess að láta skima sig fyrir kórónuveirunni eða sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Neiti farþegar öðrum þessara kosta verður þeim vísað úr landi. Fréttastofa var á vettvangi þegar fyrstu skimuðu farþegarnir komu út úr komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Hér fyrir neðan má sjá myndir af farþegum sem komu með fyrsta flugi dagsins. Að sögn eins farþega vélarinnar voru um 70 til 80 farþegar um borð. Meirihluti þeirra voru Íslendingar. Mesta umferðin í lengri tíma Í dag munu alls átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða mestu umferð um völlinn í nokkuð langan tíma, eða frá því flugsamgöngur röskuðust allverulega sökum kórónuveirufaraldursins. Til samanburðar við þær átta vélar sem koma til landsins í dag lenti aðeins ein vél á vellinum í gær, flug Icelandair frá London. Daginn áður voru þær þó fjórar, tvær frá Wizz Air og tvær frá Icelandair. Um 60 manns koma með beinum hætti að skimun farþega í flugstöðinni. Gert er ráð fyrir að sýnataka á hvern farþega taki á bilinu tvær til tvær og hálfa mínútu. Eins er búið að reikna út að biðtími eftir skimun á ekki að geta verið meiri en 33 mínútur. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. Farþegar vélarinnar eru þeir fyrstu sem kost höfðu á því að velja á milli þess að láta skima sig fyrir kórónuveirunni eða sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Neiti farþegar öðrum þessara kosta verður þeim vísað úr landi. Fréttastofa var á vettvangi þegar fyrstu skimuðu farþegarnir komu út úr komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Hér fyrir neðan má sjá myndir af farþegum sem komu með fyrsta flugi dagsins. Að sögn eins farþega vélarinnar voru um 70 til 80 farþegar um borð. Meirihluti þeirra voru Íslendingar. Mesta umferðin í lengri tíma Í dag munu alls átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða mestu umferð um völlinn í nokkuð langan tíma, eða frá því flugsamgöngur röskuðust allverulega sökum kórónuveirufaraldursins. Til samanburðar við þær átta vélar sem koma til landsins í dag lenti aðeins ein vél á vellinum í gær, flug Icelandair frá London. Daginn áður voru þær þó fjórar, tvær frá Wizz Air og tvær frá Icelandair. Um 60 manns koma með beinum hætti að skimun farþega í flugstöðinni. Gert er ráð fyrir að sýnataka á hvern farþega taki á bilinu tvær til tvær og hálfa mínútu. Eins er búið að reikna út að biðtími eftir skimun á ekki að geta verið meiri en 33 mínútur. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira