Innlent

Boða til næsta samningafundar á fimmtudag

Andri Eysteinsson skrifar
Fundað er á skrifstofum Ríkissáttasemjara.
Fundað er á skrifstofum Ríkissáttasemjara. Vísir/Egill

„Þetta var ágætur fundur sem stóð yfir í tæpa þrjá klukkutíma og það var fjallað um ýmis svokölluð önnur mál. Okkur var ásátt um að vinna að ýmsum verkefnum á morgun og svo kemur sautjándi júní,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari um fund samninganefnda Ríkisins og félags Hjúkrunarfræðinga sem hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 14:00 í dag.

Ein vika er nú til stefnu áður en verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga hefjast 22. júní. Næsti fundur samninganefndanna hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgunn klukkan 10. Fram hefur komið að það er einkum launaliðurinn sem deilt er um. Samið hefur verið um ákveðinn ramma á vinnumarkaði sem væntanlega er notaður til viðmiðunar.

„Þetta eru mjög snúnar samningaviðræður en vinnan heldur áfram,“ sagði Aðalsteinn. „Samninganefndirnar halda áfram að vinna í sitthvoru lagi en svo er fundur á fimmtudagsmorgun klukkan 10.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×