Kafbátaeftirlitsæfingin Dynamic Mongoose, sem Atlantshafsbandalagið hefur haldið árlega frá 2012, verður haldin hér á Íslandi annað hvert ár. Hún hefur alltaf verið haldin í Noregi, nema árið 2017, þegar hún var haldin á Íslandi, og núna í ár.
Nú hefur sú ákvörðun verið tekin, samkvæmt utanríkisráðuneytinu, að æfingin verður haldnar til skiptis á Íslandi og í Noregi.
Auk Íslands taka sex ríki NATO þátt í æfingunni; Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kanada, Noregur, Þýskaland, Bretland og Kanada. Þau leggja til fimm kafbáta, fimm freigátur og fimm kafbátaleitarflugvéla.
„Íslendingar leggja til aðstöðu á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í æfingunni, m.a. með stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli auk þess sem varðskip og þyrlur munu taka þátt í þeim hluta æfingarinnar sem tengjast hefðbundnum verkefnum stofnunarinnar,“ segir á vef ráðuneytisins.