Gefur lítið fyrir ummæli Ólafs um malbikun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 22:46 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar gefur lítið fyrir ummæli Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings um malbik og hvernig staðið er að lagningu þess á Íslandi. G. Pétur segir að malbik sé lagt með nákvæmlega sama hætti hér á landi og annars staðar. Ólafur var harðorður í garð Vegagerðarinnar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi þar malbik og aðstæður á vegum eftir að tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á Kjalarnesi á sunnudag. Fram hefur komið að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegarkaflanum þar sem banaslysið varð hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Talið er að malbikið, sem var nýlagt, hafi verið hálla en við verður unað. „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ sagði Ólafur í Bítinu í morgun. Þá sagði hann að það væri „eiginlega allt sem er að“ í málaflokknum. Notað væri íslenskt berg en ekki innflutt kvars og að bikið sem notað væri hentaði ekki hitastiginu á Íslandi. G. Pétur ræddi ástand malbiksins á slysstað í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði ljóst að hálkustig malbiksins þegar slysið varð hefðu verið langt fyrir neðan leyfileg viðnámsmörk. „Við vitum sem er að malbik er alltaf hálla þegar er nýbúið að leggja það, og það jafnar sig smám saman, það er í eðli þess, þess vegna setjum við þær kröfur í útboðsgögnin um það hvert viðnámið má vera þegar það er nýútlagt. Það eru ákveðin mörk og þetta var langt fyrir neðan þau mörk, svolítið mikið fyrir neðan þau. Við þurfum að reyna að komast að því hvað gerðist og hvort við getum þá komist að því, því þetta er nokkuð flókið dæmi.“ Þá gaf hann lítið fyrir ummæli Ólafs í Bítinu í morgun. „Ég verð eiginlega að segja það að mér finnst stórmerkilegt hvað Ólafur Guðmundsson getur séð af því einu að horfa bara á malbikið. Við hjá Vegagerðinni höfum ekki þá hæfileika. Eins og ég var að lýsa þurfum við að senda þetta út til rannsóknar til þess að skoða þetta.“ Þá sagði G. Pétur að malbik hér á Íslandi væri lagt með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum. „Já, já, já. Malbikið er með nákvæmlega sama hætti og annars staðar. Síðan erum við líka með klæðingu sem er svolítið öðruvísi, sem er meira þá á þjóðvegunum þar sem umferðin er minni. Það er líka klætt með þeim hætti erlendis. En það er náttúrulega á umferðarminni vegi, það er lengra úti á landi hjá þeim heldur en hér. […] En auðvitað eru stundum séríslenskar aðstæður, og þá sérstaklega veðrið.“ Viðtalið við G. Pétur má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00 Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06 Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Bifhjólamenn vilja sjá tafarlausar aðgerðir í vegamálum Á þriðja hundrað bifhjólamanna komu saman við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í dag til að krefjast bættra vega. Mínútu þögn var vegna fallinna bifhjólamanna í umferðinni. 30. júní 2020 20:00
Segir nánast allt að sem við kemur malbikun „Þegar maður horfir á þessi mál og sér hvernig aðrar þjóðir gera þetta þá bara erum við bara að sjá allt aðra afurð hér þegar við tölum um slitlag á vegum,“ segir Ólafur Guðmundsson umferðarsérfræðingur Bítisins á Bylgjunni í þættinum í morgun. 30. júní 2020 13:06
Ætla að malbika upp á nýtt á Kjalarnesi eftir banaslysið Vegagerðin ætlar að leggja nýtt malbik yfir kafla á Kjalarnesi þar sem nýlagt malbik stenst ekki staðla og útboðsskilmála um viðnám. Tveir létust í árekstri húsbíls og bifhjóls á veginum í gær. 29. júní 2020 16:31