Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2020 19:20 Formaður Flugfreyjufélagsins segir það öllum til heilla ef Icelandair bakkaði með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og gengið verði frá nýjum samningi sem vonandi verði þá samþykktur. Boðað hefur verið til samningafundar á morgun. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir hagræðingarkröfu Icelandair snerta tugi atriða. Í megindráttum sé verið að krefjast aukins vinnuframlags fyrir sömu laun, skerðinga á hvíldartíma og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Er eitthvað eitt eða tvennt sem þú skynjar að hafi farið verst ofan í þitt félagsfólk? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn sem var felldur ekki hafa snúist um kröfur flugfreyja heldur kröfur Icelandair.Stöð 2/Sigurjón „Ég ætla nú ekki að fara í einstök atriði. Eins og ég sagði þá eru þetta miklar breytingar á núverandi kjarasamningi. Við þurfum bara að leggjast yfir málið og skoða okkar meginn,“ segir Guðlaug. Síðasti kjarasamningur Flugfreyja rann úr gildi hinn 1. janúar í fyrra. En kreppa Icelandair vegna Max flugvélanna truflaði gerð nýrra samninga og svo bættist ástandið vegna kórónuveirunnar ofan á það. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir stefnt að niðurstöðu í viðræðum við Boeing í þessum mánuði. Mynduð þið jafnvel vilja losna algerlega undan þessum samningum? Framtíð Icelandair ræðst af því hvernig félaginu gengur að afla allt að 30 milljarða í auknu hlutafé í byrjun næsta mánaðar.Stöð 2/Sigurjón „Ekki endilega. Við teljum að þessar flugvélar þegar þær fara að fljúga aftur henti okkar leiðarkerfi mjög vel. En auðvitað verða þær að fljúga til þess,“ segir Bogi. Tekjur Icelandair hafa hrunið eins og annarra flugfélaga undanfarna mánuði. Bogi segir að við þessar aðstæður geti félagið ekki boðið betur en gert hafi verið í samningunum sem flugfreyjur felldu með miklum meirihluta í gær. Er þetta orðin mjög snúin staða? „Kröfurnar voru ekki okkar. Kröfurnar um hagræðingu voru þeirra. Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ segir formaður Flugfreyjufélagsins. Framtíð Icelandair ræðst af því hvort takist að safna allt að þrjátíu milljörðum króna í nýju hlutafé í byrjun næsta mánaðar. En afstaða fjárfesta ræðst síðan mikið af kjarasamningum félagsins til næstu ára. „Það liggur alveg fyrir að öll flugfélög í kringum okkur þurfa að leita á náðir ríkisstjórna til að komast í gegnum þennan skafl sem þessi faraldur er fyrir flugfélög. Við höfum þurft að gera það líka. Það er skilyrði fyrir þessu vilyrði fyrir lánalínum frá ríkinu að okkur takist að safna hlutafé. Þannig að ef það gengur ekki eftir er það plan ekki að ganga upp. En ég er mjög bjartsýnn samt á að það takist að safna þessu hlutafé í ágústmánuði,“ segir Bogi. Boðað hefur verið til fundar í deilu Icelandair og flugfreyja hjá ríkissáttasemjara á morgun. Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. 9. júlí 2020 12:56 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélagsins segir það öllum til heilla ef Icelandair bakkaði með sínar ítrustu hagræðingarkröfur gagnvart flugfreyjum og gengið verði frá nýjum samningi sem vonandi verði þá samþykktur. Boðað hefur verið til samningafundar á morgun. Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir hagræðingarkröfu Icelandair snerta tugi atriða. Í megindráttum sé verið að krefjast aukins vinnuframlags fyrir sömu laun, skerðinga á hvíldartíma og breytinga á vaktafyrirkomulagi. Er eitthvað eitt eða tvennt sem þú skynjar að hafi farið verst ofan í þitt félagsfólk? Guðlaug Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélagsins segir samninginn sem var felldur ekki hafa snúist um kröfur flugfreyja heldur kröfur Icelandair.Stöð 2/Sigurjón „Ég ætla nú ekki að fara í einstök atriði. Eins og ég sagði þá eru þetta miklar breytingar á núverandi kjarasamningi. Við þurfum bara að leggjast yfir málið og skoða okkar meginn,“ segir Guðlaug. Síðasti kjarasamningur Flugfreyja rann úr gildi hinn 1. janúar í fyrra. En kreppa Icelandair vegna Max flugvélanna truflaði gerð nýrra samninga og svo bættist ástandið vegna kórónuveirunnar ofan á það. Bogi Níls Bogason forstjóri Icelandair segir stefnt að niðurstöðu í viðræðum við Boeing í þessum mánuði. Mynduð þið jafnvel vilja losna algerlega undan þessum samningum? Framtíð Icelandair ræðst af því hvernig félaginu gengur að afla allt að 30 milljarða í auknu hlutafé í byrjun næsta mánaðar.Stöð 2/Sigurjón „Ekki endilega. Við teljum að þessar flugvélar þegar þær fara að fljúga aftur henti okkar leiðarkerfi mjög vel. En auðvitað verða þær að fljúga til þess,“ segir Bogi. Tekjur Icelandair hafa hrunið eins og annarra flugfélaga undanfarna mánuði. Bogi segir að við þessar aðstæður geti félagið ekki boðið betur en gert hafi verið í samningunum sem flugfreyjur felldu með miklum meirihluta í gær. Er þetta orðin mjög snúin staða? „Kröfurnar voru ekki okkar. Kröfurnar um hagræðingu voru þeirra. Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ segir formaður Flugfreyjufélagsins. Framtíð Icelandair ræðst af því hvort takist að safna allt að þrjátíu milljörðum króna í nýju hlutafé í byrjun næsta mánaðar. En afstaða fjárfesta ræðst síðan mikið af kjarasamningum félagsins til næstu ára. „Það liggur alveg fyrir að öll flugfélög í kringum okkur þurfa að leita á náðir ríkisstjórna til að komast í gegnum þennan skafl sem þessi faraldur er fyrir flugfélög. Við höfum þurft að gera það líka. Það er skilyrði fyrir þessu vilyrði fyrir lánalínum frá ríkinu að okkur takist að safna hlutafé. Þannig að ef það gengur ekki eftir er það plan ekki að ganga upp. En ég er mjög bjartsýnn samt á að það takist að safna þessu hlutafé í ágústmánuði,“ segir Bogi. Boðað hefur verið til fundar í deilu Icelandair og flugfreyja hjá ríkissáttasemjara á morgun.
Icelandair Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. 9. júlí 2020 12:56 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu. 9. júlí 2020 12:56
Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00
Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Félagsmenn Flugfreyjufélagsins ekki til í hagræðingarkröfur Icelandair að sögn sitjandi formanns. 8. júlí 2020 13:36