Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2020 22:41 Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta. Vísir/Andri Marinó „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum og það kemur ekki á óvart að þar fer Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki enda hefur hann tamið sér að vera stóryrtur mjög,“ skrifar Guðmundur Þórður Guðmundson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Facebook. Guðmundur var nokkuð harðorður í pistlinum sem hann birti á Facebook í kvöld og segist hann vart geta orða bundist vegna gangs mála í samningaviðræðum flugfreyja og Icelandair. „Icelandair á í stórkostlegum rekstrarerfiðleikum sem rekja má til áhrifa Covid-19 veirunnar. Líkja má þessu ástandi við hamfarir.“ Hann segir fyrirtæki um alla Evrópu og víðar freista þess að komast að samkomulagi við starfsmenn sína um launalækkanir til að geta lifað af „þær hremmingar sem ganga yfir heimsbyggðina.“ „Samninganefnd FFÍ og stór hluti félagsmanna þeirra samtaka virðist ekki hafa áttað sig á að núverandi aðstæður hvað flugrekstur varðar eru fordæmalausar. Staða Icelandair og annarra flugfélaga er slík að án verulegra hagræðinga og þar með launalækkana munu þau ekki lifa af,“ skrifar Guðmundur. „Mér finnst að staðan sem er uppi almennt í heiminum sé fordæmalaus og eins og ég er búin að upplifa í Þýskalandi, ég bý þar, að þar er komin upp staða hjá fyrirtækjum að það er óhjákvæmilegt að leita leiða til að hagræða í rekstri og þá er hluti af pakkanum launahlutinn,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Þegar maður horfir á flugfélög sem hafa orðið fyrir stórkostlegri skerðingu á sínum tekjum að ef menn ætla að reyna að bjarga því sem bjargað verður þá sé ég ekki annað en að allir þurfi að leggjast á árar í því.“ Hann segir verkalýðsforystuna hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála. „Mér finnst menn nota mjög stóryrtar yfirlýsingar og mér finnst verkalýðsforystan fara hamförum í því og hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála,“ segir Guðmundur. Þá telji hann kjaraviðræður seinni tíma mál og ekki tímabært að slíkar viðræður fari fram þegar staðan sé svo slæm hjá flugfélögum. „Ég held það sé seinni tíma mál. Ég held að eins og staðan er núna að hún sé svo erfið að flugfélag sem er að reka stóran flota, þetta eru svo ofboðslega miklir fjármunir sem eru undir. Ég sé ekki annað en til að það sé hægt að bjarga þessu verði allar að leggjast á árar.“ „Covid er ekki að fara, fólk verður að gera sér grein fyrir að þetta er viðvarandi ástand. Það er talað um það hér að í vetur muni kreppa stórkostlega að fyrirtækjum. Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á því hvað þessi veira hefur gert að verkum í rekstri fyrirtækja,“ segir Guðmundur. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
„Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum og það kemur ekki á óvart að þar fer Ragnar Þór Ingólfsson fremstur í flokki enda hefur hann tamið sér að vera stóryrtur mjög,“ skrifar Guðmundur Þórður Guðmundson þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik á Facebook. Guðmundur var nokkuð harðorður í pistlinum sem hann birti á Facebook í kvöld og segist hann vart geta orða bundist vegna gangs mála í samningaviðræðum flugfreyja og Icelandair. „Icelandair á í stórkostlegum rekstrarerfiðleikum sem rekja má til áhrifa Covid-19 veirunnar. Líkja má þessu ástandi við hamfarir.“ Hann segir fyrirtæki um alla Evrópu og víðar freista þess að komast að samkomulagi við starfsmenn sína um launalækkanir til að geta lifað af „þær hremmingar sem ganga yfir heimsbyggðina.“ „Samninganefnd FFÍ og stór hluti félagsmanna þeirra samtaka virðist ekki hafa áttað sig á að núverandi aðstæður hvað flugrekstur varðar eru fordæmalausar. Staða Icelandair og annarra flugfélaga er slík að án verulegra hagræðinga og þar með launalækkana munu þau ekki lifa af,“ skrifar Guðmundur. „Mér finnst að staðan sem er uppi almennt í heiminum sé fordæmalaus og eins og ég er búin að upplifa í Þýskalandi, ég bý þar, að þar er komin upp staða hjá fyrirtækjum að það er óhjákvæmilegt að leita leiða til að hagræða í rekstri og þá er hluti af pakkanum launahlutinn,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. „Þegar maður horfir á flugfélög sem hafa orðið fyrir stórkostlegri skerðingu á sínum tekjum að ef menn ætla að reyna að bjarga því sem bjargað verður þá sé ég ekki annað en að allir þurfi að leggjast á árar í því.“ Hann segir verkalýðsforystuna hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála. „Mér finnst menn nota mjög stóryrtar yfirlýsingar og mér finnst verkalýðsforystan fara hamförum í því og hafa takmarkaðan skilning á stöðu mála,“ segir Guðmundur. Þá telji hann kjaraviðræður seinni tíma mál og ekki tímabært að slíkar viðræður fari fram þegar staðan sé svo slæm hjá flugfélögum. „Ég held það sé seinni tíma mál. Ég held að eins og staðan er núna að hún sé svo erfið að flugfélag sem er að reka stóran flota, þetta eru svo ofboðslega miklir fjármunir sem eru undir. Ég sé ekki annað en til að það sé hægt að bjarga þessu verði allar að leggjast á árar.“ „Covid er ekki að fara, fólk verður að gera sér grein fyrir að þetta er viðvarandi ástand. Það er talað um það hér að í vetur muni kreppa stórkostlega að fyrirtækjum. Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á því hvað þessi veira hefur gert að verkum í rekstri fyrirtækja,“ segir Guðmundur.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. 17. júlí 2020 19:45
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?