Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 10:23 Flugmóðurskipin USS Ronald Reagan og USS Nimitz á siglingu í Suður-Kínahafi fyrr í mánuðinum. Sjóher Bandaríkjanna/Samantha Jetzer Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum. Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. Þar að auki saka Ástralar Kínverja um að fara fram með offorsi og þjösnaskap. Yfirlýsingin mun án efa leiða til frekari vandræða í samskiptum ríkjanna, sem hafa farið versnandi að undanförnu. Þá er yfirlýsingin í samræmi við stöðu Bandaríkjanna, sem ítrekuð var fyrr í mánuðinum. Ríkisstjórn Donald Trump hefur sömuleiðis hafnað tilkalli Kína. Sjá einnig: Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Yfirvöld Kína hafa gert tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og segja lögsögu sína ná upp að ströndum annarra ríkja á svæðinu eins og Víetnam, Filippseyja og Malasíu. Sex þjóðir gera tilkall til mismunandi hluta svæðisins. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins en um það liggja mikilvægar skipaleiðir. Þar að auki eru rík fiskimið þar og aðrar náttúruauðlindir eins og jarðgas og jafnvel olía. Tilkallið byggir á korti frá 1947. Alþjóðagerðardómurinn í Haag úrskurðaði árið 2016 að tilkall Kína til hafsvæðisins sem um ræðir væri ólöglegt. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um mikla hernaðaruppbyggingu á svæðinu. Vopnum hefur verið komið þar fyrir og hafa eyjur verið byggðar upp fyrir flotastöðvar og herflugvelli. Í yfirlýsingu Ástrala hafna þeir einnig ummælum yfirvalda Kína um að tilkall ríkisins til Paracel og Spratly eyjanna njóti alþjóðlegs stuðnings. Engin ummerki séu um það og er sérstaklega vísað í mótmæli Víetnam og Filippseyja gegn tilkallinu. Ástralar hvetja Kínverja og aðra sem að deilunum koma að leysa þeir með friðsömum hætti og í samræmi við alþjóðalög. Samkvæmt frétt Guardian eru Marise Payne, utanríkisráðherra Ástralíu, og Linda Reynolds, varnarmálaráðherra, varnarmálaráðherra, á leið til Bandaríkjanna þar sem þær munu funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Mark Esper, varnarmálaráðherra. The #AUSMIN2020 consulatations come at a critical time. Looking forward to meeting with @SecPompeo @EsperDoD & @lindareynoldswa for talks on working together to maintain #IndoPacific security & prosperity. https://t.co/Xlr9KHvhj0— Marise Payne (@MarisePayne) July 24, 2020 Bandaríkin hafa reglulega siglt herskipum um svæðið með því markmiði að tryggja frjálsar siglingar um það en því hafa Kínverjar tekið illa. Yfirvöld Kína hafa lagt til að Bandaríkin hætti því og segja siglingarnar ógna friði á svæðinu. Því hefur jafnvel verið hótað að bandarískum herskipum verði grandað. Sjá einnig: Kínverjar hóta því að granda bandarískum skipum Spennan á milli Bandaríkjanna og Kína hefur aukist til muna á undanförnum árum, með auknum umsvifum Kínverja í Kyrrahafinu og víðar. Kínverjar hafa varið miklu púðri í að nútímavæða herafla sinn og hafa fjárveitingar til hersins verið auknar til muna á undanförnum árum. Nútímavæðingin hefur gengið hratt fyrir sig og verið tiltölulega ódýr en það segja hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna vera vegna þess að Kínverjar hafi getað vegna kaupa þeirra og þjófnaðar á tækni frá öðrum ríkjum. Þannig hafi Kínverjum jafnvel tekist að taka fram úr Bandaríkjunum á einhverjum sviðum.
Suður-Kínahaf Ástralía Kína Bandaríkin Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira