„Óþolandi umferðarteppur við Ölfusárbrú,“ segir forseti bæjarstjórnar Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2020 12:10 Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar segir umferðarteppu, sem myndast við Ölfusárbrú á Selfossi daglega algjörlega óþolandi. Hann vonast til að útboð vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá fari fram í haust. Nú þegar Íslendingar eru að ferðast um landið sitt og mikil umferð er á þjóðvegum landsins skapast daglega umferðarteppa við Ölfusárbrú þegar ökumenn eru á leiðinni á Selfoss eða í gegnum bæjarfélagið. Langar raðir myndast við brúnna og getur tekið á þolinmæði ökumanna að bíða í röð. „Já, það er algjörlega óþolandi, þetta er ein umferðarteppa hérna og ekki bara á föstudögum því þetta er bara orðið á virkum dögum líka. Það eru langar biðraðir, stundum alveg upp á Hellisheiði fyrir þá sem vilja komast hér hjá á leið sinni austur á land og þeir sem eru að koma í vesturátt, þannig að það gefur auga leið að við þurfum að fá nýja brú og eigi síðar en í gær helst,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi segir að bæjaryfirvöld í Árborg hafi nýlega átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar og hönnuði Vegagerðarinnar og sá fundur hafi verið mjög jákvæður. „Ef maður hefur einhvern tímann verið bjartsýnn á að það sé verið að vinna í þessum málum þá held ég að ég geti sagt það núna því að það er virkilega verið að vinna í þessu og við eigum að geta séð að ný brú verði boðið út í haust.“ En á Helgi einhver ráð til þeirra ökumanna, sem eru í biðröðinni við Ölfusárbrú alla daga yfir sumartímann? „Já, að er hægt að fara þrengslin og í gegnum Eyrarbakka, það flýtir fyrir en þeir sem eru að fara austur á bóginn, það er ekki hægt að benda þeim á að fara Lyngdalsheiðina en þeir sem eru að fara í uppsveitirnar ættu að nota Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði“. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi. Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt. Árborg Umferð Umferðaröryggi Bílar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar segir umferðarteppu, sem myndast við Ölfusárbrú á Selfossi daglega algjörlega óþolandi. Hann vonast til að útboð vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá fari fram í haust. Nú þegar Íslendingar eru að ferðast um landið sitt og mikil umferð er á þjóðvegum landsins skapast daglega umferðarteppa við Ölfusárbrú þegar ökumenn eru á leiðinni á Selfoss eða í gegnum bæjarfélagið. Langar raðir myndast við brúnna og getur tekið á þolinmæði ökumanna að bíða í röð. „Já, það er algjörlega óþolandi, þetta er ein umferðarteppa hérna og ekki bara á föstudögum því þetta er bara orðið á virkum dögum líka. Það eru langar biðraðir, stundum alveg upp á Hellisheiði fyrir þá sem vilja komast hér hjá á leið sinni austur á land og þeir sem eru að koma í vesturátt, þannig að það gefur auga leið að við þurfum að fá nýja brú og eigi síðar en í gær helst,“ segir Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Helgi segir að bæjaryfirvöld í Árborg hafi nýlega átt fund með forstjóra Vegagerðarinnar og hönnuði Vegagerðarinnar og sá fundur hafi verið mjög jákvæður. „Ef maður hefur einhvern tímann verið bjartsýnn á að það sé verið að vinna í þessum málum þá held ég að ég geti sagt það núna því að það er virkilega verið að vinna í þessu og við eigum að geta séð að ný brú verði boðið út í haust.“ En á Helgi einhver ráð til þeirra ökumanna, sem eru í biðröðinni við Ölfusárbrú alla daga yfir sumartímann? „Já, að er hægt að fara þrengslin og í gegnum Eyrarbakka, það flýtir fyrir en þeir sem eru að fara austur á bóginn, það er ekki hægt að benda þeim á að fara Lyngdalsheiðina en þeir sem eru að fara í uppsveitirnar ættu að nota Mosfellsheiði, Þingvelli og Lyngdalsheiði“. Helgi S. Haraldsson, forseti bæjarstjórnar Árborgar, sem segir umferðarteppunnar, sem myndast við Ölfusárbrú við Selfoss óþolandi. Langar biðraðir myndast á hverjum degi við Ölfusárbrú og þurfa ökumenn oft að bíða í töluverðan tíma til að komast yfir brúnna. Þá er eina ráðið að draga andann djúpt og hugsa eitthvað jákvætt.
Árborg Umferð Umferðaröryggi Bílar Ný Ölfusárbrú Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira