Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sem blossað hefur upp á ný í samfélaginu og hvernig tókst til á fyrsta degi nýrra takmarkana á daglegu lífi fólks í landinu. 

Sóttvarnayfirvöld hafa meðal annars áhyggjur af því að ekki hefur tekist að rekja uppruna smits í öðrum þeirra hópa þar sem fólk hefur smitast af nýjum stofni veirunnar. 

Þá bregðum við okkur til Ísafjarðar þar sem hefur verið brjálað að gera í sumar í móttöku ferðamanna, ekki síst Íslendinga sem hótelstjóri segir gaman að fá því þeir bæði borði og drekki mikið. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×