Áttræð kona axlarbrotin í heilt ár og ekki komist í aðgerð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 11:41 Gunnar segir að brot móður hans hafi bara versnað með tímanum. Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira