Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Íslensk erfðagreining mun aðstoða sýkla- og veirufræðideild Landspítalans við skimanir vegna mikils álags. Sóttvarnarlæknir hefði lagt til að skref yrði stigið til baka við skimanir á landamærum hefði fyrirtækið ekki hlaupið undir bagga. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir stöðuna í samfélaginu ógnvekjandi.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Almannavörnum hafa á síðustu dögum borist fjöldi tilkynninga vegna meintra brota á tveggja metra reglunni. Lögregla hefur fylgt þeim eftir og kannað aðstæður. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Skólastjórnendur hafa áhyggjur af stöðu nýnema og telja mikilvægt að sá hópur fái hefðbundna kennslu í haust.

Þá verður rætt við þyrluflugmann sem ætlar að fljúga yfir Atlantshafið til að safna áheitum fyrir breskan spítala og við kynnum okkur Errósetur sem til stendur að reisa á Kirkjubæjarklaustri.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×