Hundrað þúsund Brasilíumenn látist í faraldrinum Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2020 23:19 Eitt hundrað rauðum blöðrum var sleppt á Copacabana ströndinni í Ríó til að minnast hinna látnu. Getty/Anadolu Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. Fjöldi greindra tilfella í landinu er talinn í milljónum og er það einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri tilfelli hafa greinst. Þá var vissum áfanga náð í dag þegar að hundrað þúsundasti Brasilíumaðurinn lést af völdum COVID-19. Samkvæmt opinberum gögnum frá Brasilíu sem Reuters greinir frá greindust nærri fimmtíu þúsund ný tilfelli veirunnar í ríkinu víðfeðma. Þá létust 905 af völdum veirunnar í gær. Nýju tilfellin 49.970 færa þá heildarfjöldann í yfir þrjár milljónir eða 3.012.412 og dauðsföllin eru nú orðin 100.447 talsins. Sextánda júlí síðastliðinn voru skráð tilfelli veirunnar orðin 2 milljónir talsins og um 75 þúsund manns látið lífið. Á meðal þeirra sem þá höfðu smitast af veirunni var forseti landsins Jair Bolsonaro. Sá hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Klæddist hann iðulega ekki andlitsgrímu á opinberum stöðum þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda um slíkt og sótt hann fjöldafundi og studdi mótmælendur sem mótmældu samkomutakmörkunum og hertari sóttvarnaaðgerðum. Dómstólar í Brasilíu gripu að endingu til þess að fyrirskipa forsetanum að klæðast grímu til sóttvarna. Brátt kemur að því að yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst í Bandaríkjunum sem er það land sem er með flest skráð tilfelli. Þar hafa 162 þúsund manns látist. Í þriðja sæti listans yfir ríki þar sem flest staðfest smit er að finna er Indland með rúmar tvær milljónir tilfella. Alls hafa 19.486.171 tilfelli veirunnar greinst á heimsvísu og hafa tæplega 725 þúsund manns látið lífið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur varið hörðum höndum um stærsta ríki Suður-Ameríku, Brasilíu. Fjöldi greindra tilfella í landinu er talinn í milljónum og er það einungis í Bandaríkjunum þar sem fleiri tilfelli hafa greinst. Þá var vissum áfanga náð í dag þegar að hundrað þúsundasti Brasilíumaðurinn lést af völdum COVID-19. Samkvæmt opinberum gögnum frá Brasilíu sem Reuters greinir frá greindust nærri fimmtíu þúsund ný tilfelli veirunnar í ríkinu víðfeðma. Þá létust 905 af völdum veirunnar í gær. Nýju tilfellin 49.970 færa þá heildarfjöldann í yfir þrjár milljónir eða 3.012.412 og dauðsföllin eru nú orðin 100.447 talsins. Sextánda júlí síðastliðinn voru skráð tilfelli veirunnar orðin 2 milljónir talsins og um 75 þúsund manns látið lífið. Á meðal þeirra sem þá höfðu smitast af veirunni var forseti landsins Jair Bolsonaro. Sá hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandinu fyrir viðbrögð sín við heimsfaraldrinum. Klæddist hann iðulega ekki andlitsgrímu á opinberum stöðum þrátt fyrir tilmæli heilbrigðisyfirvalda um slíkt og sótt hann fjöldafundi og studdi mótmælendur sem mótmældu samkomutakmörkunum og hertari sóttvarnaaðgerðum. Dómstólar í Brasilíu gripu að endingu til þess að fyrirskipa forsetanum að klæðast grímu til sóttvarna. Brátt kemur að því að yfir fimm milljón tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst í Bandaríkjunum sem er það land sem er með flest skráð tilfelli. Þar hafa 162 þúsund manns látist. Í þriðja sæti listans yfir ríki þar sem flest staðfest smit er að finna er Indland með rúmar tvær milljónir tilfella. Alls hafa 19.486.171 tilfelli veirunnar greinst á heimsvísu og hafa tæplega 725 þúsund manns látið lífið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Brasilía Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira