Íslandi verður líklegast bætt á rauðan lista yfirvalda í Noregi um hvaða ríki íbúar mega heimsækja og hvaðan fólk má fljúga til Noregs, án þess að þurfa í tíu daga sóttkví. Landlæknir Noregs hefur lagt það til en auk Íslands á að bæta Póllandi, Möltu, Kýpur og Hollandi á listann.
Ekki liggur fyrir hvenær ríkisstjórn Noregs mun taka endanlega ákvörðun.
Ísland er yfir ákveðnum viðmiðum yfirvalda í Noregi þar sem miðað er við 20 smitað af hverjum hundrað þúsund íbúum. Það var eins í síðustu viku en þá var ákveðið að setja Ísland ekki á rauða listann.
Nú er nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa 25,9.
Á Möltu er nýgengi 58,6. Í Hollandi er það 32,5. 23 í Póllandi. 20,1 á Kýpur og 205,4 á Færeyjum. Nokkur héröð í Svíþjóð eru einnig á listanum auk tveggja héraða í Danmörku.