Erlent

Vill meira vatnsflæði í sturturnar því hárið þarf að vera fullkomið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon

Ríkisstjórn Bandaríkjanna íhugar nú að slaka á reglum sem segja til um hversu mikið vatnsmagn má flæða um sturtur, eftir kvörtun frá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann vill auka leyfilegt vatnsmagn í sturtunum þar sem hárið hans þurfi að vera fullkomið.

Reuters greinir frá og segir að í gildi séu lög sem segja til um að sturtur megi ekki losa meira vatnsmagn en því sem nemur 9,5 lítrum á mínútu. Þær hugmyndir sem ríkisstjórnin vinnur nú myndu gera það að verkum leyfilegt verði að setja marga sturtuhausa í sturtur, sem hver og einn geti losað 9,5 lítra á sekúndu.

Kveikjan að þessum hugmyndum, ef marka má frétt Reuters, virðist koma frá Trump forseta, eftir að hann kvartaði yfir vatnsþrýstingi í sturtum í Hvíta húsinu á viðburði sem þar var haldinn. Virðist hann telja að vatnið flæði ekki nógu hratt og örugglega út úr sturtuhausum þar.

„Og hvað þýðir það. Maður stendur þarna lengur eða tekur lengri sturtu, vegna þess að hárið á mér, ég veit ekki með ykkur, þarf að vera fullkomið,“ er haft eftir Trump.

Í frétt BBC um málið er vitnað í forsvarsmann umhverfisverndarsamtaka sem segir hugmyndirnar kjánalegar og til þess fallnar að sóa vatni. Þá er einnig vitnað í talsmann neytendasamtaka í Bandaríkjunum sem segja að almennt neytendur ánægðir með sturtuhausa í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×