Myndband af íslenskum lunda að klóra sér með priki vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2020 07:00 Hér má sjá lundann og prikið góða. Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post. Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post.
Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00
Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent