„Ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2020 14:30 Sigrun Hulda Jónsdóttir, leikskólastjóri Urðarhóls. Vísir/Friðrik/Vilhelm Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. Flest börn dvelji þar átta og hálfan tíma í miklu áreiti sem sé of langur tími fyrir lítil börn. Hann segir styttingu opnunartíma leikskóla í bænum hafa gefist vel. Reykjavíkurborg áformar að stytta opnunartíma leikskóla í borginni um hálftíma og loka klukkan hálf fimm í stað fimm. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá mörgum sem segja þetta koma illa foreldra. Fleiri sveitarfélög hafa farið þessa leið þar á meðal Kópavogsbær. „Það vantar um allavega þrettán til fimmtán hundruð leikskólakennara til að uppfylla lög um leikskóla. Þannig að með þessu þá þjöppum við fagmenntuninni á opnunartíma leikskólans. Oft var þetta þannig að við vorum með sem sagt ungt starfsfólk sem að var að koma á skilavaktir. Þannig að þau voru ekki með samhengið yfir daginn og hvernig barninu var búið að líða. Þessi breyting að loka klukkan hálf fimm, þá erum við með kennara deildanna þangað til barnið fer heim, það er stór kostur fyrir barnið,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Sigrún segir að aðeins foreldrar tveggja barna af þeim 130 sem eru á leikskólanum hafi átt erfitt með að bregðast við breyttum opnunartíma. „Það er ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að reyna að draga úr mikilli viðveru barna á leikskólum. „Það eru allflest börn sem eru í leikskólanum svona átta og hálfan tíma og ég held bara að þetta sé svolítið lýðheilsumál að við förum aðeins að stytta vinnutíma barna utan heimilis. Ég vil nefna að þetta sé vinnutími barna því að barnið kemur í leikskóla. Það er að læra allan daginn og það er í miklu áreiti og það verður bara þreytt. Þannig að átta og hálfur tími fyrir eins og hálfs árs gamalt barn til fimm ára það er bara of langur skóladagur,“ segir Sigrún. Börn og uppeldi Heilsa Kópavogur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Leikskólastjóri í Kópavogi segir það lýðheilsumál að stytta viðveru barna í leikskólum. Flest börn dvelji þar átta og hálfan tíma í miklu áreiti sem sé of langur tími fyrir lítil börn. Hann segir styttingu opnunartíma leikskóla í bænum hafa gefist vel. Reykjavíkurborg áformar að stytta opnunartíma leikskóla í borginni um hálftíma og loka klukkan hálf fimm í stað fimm. Þessi breyting hefur vakið upp hörð viðbrögð hjá mörgum sem segja þetta koma illa foreldra. Fleiri sveitarfélög hafa farið þessa leið þar á meðal Kópavogsbær. „Það vantar um allavega þrettán til fimmtán hundruð leikskólakennara til að uppfylla lög um leikskóla. Þannig að með þessu þá þjöppum við fagmenntuninni á opnunartíma leikskólans. Oft var þetta þannig að við vorum með sem sagt ungt starfsfólk sem að var að koma á skilavaktir. Þannig að þau voru ekki með samhengið yfir daginn og hvernig barninu var búið að líða. Þessi breyting að loka klukkan hálf fimm, þá erum við með kennara deildanna þangað til barnið fer heim, það er stór kostur fyrir barnið,“ segir Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls í Kópavogi. Sigrún segir að aðeins foreldrar tveggja barna af þeim 130 sem eru á leikskólanum hafi átt erfitt með að bregðast við breyttum opnunartíma. „Það er ekki okkar reynd að þetta sé svona erfitt eins og blásið er upp,“ segir Sigrún. Hún segir mikilvægt að reyna að draga úr mikilli viðveru barna á leikskólum. „Það eru allflest börn sem eru í leikskólanum svona átta og hálfan tíma og ég held bara að þetta sé svolítið lýðheilsumál að við förum aðeins að stytta vinnutíma barna utan heimilis. Ég vil nefna að þetta sé vinnutími barna því að barnið kemur í leikskóla. Það er að læra allan daginn og það er í miklu áreiti og það verður bara þreytt. Þannig að átta og hálfur tími fyrir eins og hálfs árs gamalt barn til fimm ára það er bara of langur skóladagur,“ segir Sigrún.
Börn og uppeldi Heilsa Kópavogur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45 Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00 Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Félag leikskólakennara styður áform um breyttan opnunartíma leikskóla í Reykjavík Félag leikskólakennara styður heilshugar tillögur stýrihóps Reykjavíkurborgar um umbætur og skipulag leikskólastarfs í Reykjavík. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn félagsins sendi frá sér í dag. 17. janúar 2020 13:45
Ekki annað verjandi en að draga úr álagi leikskólakennara Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, segir að breytingar á opnunartímum leikskóla hjá Reykjavíkurborg, vera lið í því að bæta starfsumhverfi leikskólakennara. 16. janúar 2020 22:00
Telja núverandi opnunartíma leikskóla borgarinnar lífsnauðsynlega mörgum Hópur fimmtán kvenna skorar á borgarráð að hafna breytingum á opnunartíma leikskóla sem nýverið voru samþykktar í skóla- og frístundaráði. 16. janúar 2020 12:30