Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2020 12:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. vísir/vilhelm Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Vinnustöðvunin tekur til tæplega tvö þúsund manns, þar af þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar. „Þetta er tillaga sem samninganefndin samþykkir frá sér og hún fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem starfa undir samningnum við Reykjavíkurborg. Framkvæmdin veltur líka á því hvort að mögulega verði búið að semja. Fyrsti verkfallsdagur samkvæmt þessu plani myndi ekki verða fyrr en fjórða febrúar, eftir það eru þetta stigmagnandi aðgerðir, meiri þéttleiki. Frá mánudeginum sautjánda febrúar verður þá um að ræða ótímabundið verkfall,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Verkfallið tekur til allra sem vinna undir samningi eflingar hjá borginni. Um er að ræða tæplega tvö þúsund manns, þar af tæplega þúsund starfsmenn leikskólanna og dágóður fjöldi á velferðarsviðinu auk starfsmanna hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Viðar segir erfitt að segja til um hvort langt er í að samningar náist. „Eins og hefur komið fram þá telur formaður eflingar og samninganefndin að borgin einfaldlega sé langt því frá að sýna nægilegan lit í þessum viðræðum og viðurkenna vanda láglaunafólksins hjá borginni og uppfylla sín eigin vilyrði og fyrirheit um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Ég er þess viss að það muni nást samningur. Eftir allan þennan tíma er það mat nefndarinnar að það sé nauðsynlegt að setja af stað aðgerðir til þess að búa til þrýsting sem því miður er oft það eina sem að verkafólk hefur þegar kemur að því að ná áheyrn þeirra sem valdið hafa,“ sagði viðar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar. Vinnustöðvunin tekur til tæplega tvö þúsund manns, þar af þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar. „Þetta er tillaga sem samninganefndin samþykkir frá sér og hún fer í atkvæðagreiðslu félagsmanna sem starfa undir samningnum við Reykjavíkurborg. Framkvæmdin veltur líka á því hvort að mögulega verði búið að semja. Fyrsti verkfallsdagur samkvæmt þessu plani myndi ekki verða fyrr en fjórða febrúar, eftir það eru þetta stigmagnandi aðgerðir, meiri þéttleiki. Frá mánudeginum sautjánda febrúar verður þá um að ræða ótímabundið verkfall,“ sagði Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Verkfallið tekur til allra sem vinna undir samningi eflingar hjá borginni. Um er að ræða tæplega tvö þúsund manns, þar af tæplega þúsund starfsmenn leikskólanna og dágóður fjöldi á velferðarsviðinu auk starfsmanna hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar. Viðar segir erfitt að segja til um hvort langt er í að samningar náist. „Eins og hefur komið fram þá telur formaður eflingar og samninganefndin að borgin einfaldlega sé langt því frá að sýna nægilegan lit í þessum viðræðum og viðurkenna vanda láglaunafólksins hjá borginni og uppfylla sín eigin vilyrði og fyrirheit um borgina sem vinnustað jöfnuðar. Ég er þess viss að það muni nást samningur. Eftir allan þennan tíma er það mat nefndarinnar að það sé nauðsynlegt að setja af stað aðgerðir til þess að búa til þrýsting sem því miður er oft það eina sem að verkafólk hefur þegar kemur að því að ná áheyrn þeirra sem valdið hafa,“ sagði viðar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira