Ökuskírteini brátt aðgengileg í síma Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. janúar 2020 16:56 Hefðbundið íslenskt ökuskírteini. Það verður fljótlega aðgengilegt á stafrænu formi. Vísir/KTD Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. Þau verða aðgengileg úr farsímum og mun þessu að líkindum fylgja þægindi fyrir fólk, að mati dómsmálaráðherra, enda síminn oft með í för. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Þar segir hún jafnframt að unnið hafi verið að gerð stafrænna ökuskírteina á síðustu mánuðum, sú vinna hafi verið á borði Stafræns Íslands og Ríkislögreglustjóra. Snjallsímaþjónustu sé sífellt að verða öruggari sem gerir mögulegt að gefa út ökuskírteini á öðru formi en hinu hefðbundna plasti. Þannig urðu Norðmenn fyrsta ríkið í Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma í október síðastliðnum. Norskir ökumenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því þó þeir gleymi skírteininu heima því þeir geta framvísað stafrænu ökuskírteini, séu þeir stöðvaðir af lögreglu. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður smáforriti og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. „Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að stefnt sé að því að koma stafrænu skírteinunum í gagnið á Íslandi fyrir 1. júní næstkomandi. Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í símann! Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða https://t.co/Y66jIi3W8M.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga. pic.twitter.com/kFHaULICUM— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 29, 2020 Áslaug Arna ræddi breytingarnar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra að neðan. Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Stafræn íslensk ökuskírteini líta dagsins ljós í vor. Þau verða aðgengileg úr farsímum og mun þessu að líkindum fylgja þægindi fyrir fólk, að mati dómsmálaráðherra, enda síminn oft með í för. Frá þessu greindi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Twitter-síðu sinni nú síðdegis. Þar segir hún jafnframt að unnið hafi verið að gerð stafrænna ökuskírteina á síðustu mánuðum, sú vinna hafi verið á borði Stafræns Íslands og Ríkislögreglustjóra. Snjallsímaþjónustu sé sífellt að verða öruggari sem gerir mögulegt að gefa út ökuskírteini á öðru formi en hinu hefðbundna plasti. Þannig urðu Norðmenn fyrsta ríkið í Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma í október síðastliðnum. Norskir ökumenn þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því þó þeir gleymi skírteininu heima því þeir geta framvísað stafrænu ökuskírteini, séu þeir stöðvaðir af lögreglu. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður smáforriti og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. „Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum,“ skrifar Áslaug Arna og bætir við að stefnt sé að því að koma stafrænu skírteinunum í gagnið á Íslandi fyrir 1. júní næstkomandi. Í vor verður hægt að fá ökuskírteini í símann! Fjölmargir nota nú símann sem greiðslukort, flugmiða https://t.co/Y66jIi3W8M.v. Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga. pic.twitter.com/kFHaULICUM— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 29, 2020 Áslaug Arna ræddi breytingarnar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra að neðan.
Samgöngur Stjórnsýsla Tækni Tengdar fréttir Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Lögfræðingur hjá samgönguráðuneytinu segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. Fylgst sé með gangi mála í Noregi. 6. október 2019 23:30