Hefðu sent öll neyðarboðin samtímis ef um neyðartilfelli væri að ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 11:09 Frá Grindavík. Fjallið Þorbjörn er í baksýn en á honum er töluvert af fjarskiptabúnaði. Vísir/Arnar Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að breytingar á váboðakerfi geti að einhverju leyti skýrt tímamismun á neyðarboðum sem send voru við prófanir á kerfinu í nágrenni Grindavíkur á mánudag. Hann bendir jafnframt á að tæknilausnir á borð við þessa geti aldrei verið fullkomnar heldur verði einnig að treyst á aðrar tegundir viðvörunar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Um þúsund manns mættu á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigsins, þar sem m.a. var kynnt rýmingaráætlun, kæmi til eldgoss. Rýmingin verður boðuð með SMS-skilaboðum frá Neyðarlínunni 112. Skilaboðin verða eftirfarandi: „Yfirvofandi eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“ Þá verða einnig leiðbeiningar um hvaða leið fólk eigi að fara frá Grindavík. Kerfið var prófað á mánudag og prufuskilaboð send til fólks á svæðinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill Rætt var við Klöru Teitsdóttur íbúa í Grindavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag. Þar sagði hún að tengdamóðir sín, sem sat við hliðina á henni á fundinum, hefði fengið SMS frá Neyðarlínunni ellefu mínútum á undan sér. Klara sagði þetta valda sér áhyggjum. Fyrst ræst sending í nýja kerfinu, svo í því gamla Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um umræddan tímamismun á sendingunum að váboðakerfi Neyðarlínunnar gangi nú í gegnum breytingar. Það sé í raun tvö kerfi eins og staðan er í dag. „Tvö símafélög eru komin í nýtt kerfi, og eitt er enn í gamla kerfinu. Í gærkvöldi [á mánudag] var fyrst ræst sending í nýja kerfinu og svo í því gamla. Þetta skýrir að einhverju leyti tímamuninn. Ef um neyðartilfelli hefði verið að ræða hefði það verið gert samtímis.“ Þá bendir Tómas á að tæknilausnir á borð við þessar séu aldrei fullkomnar. Því þurfi einnig að treysta á aðrar tegundir viðvörunar. „[…] þar sem inn í spila þættir eins og fólk sem slekkur á símum sínum, rafmagnslaus tæki, tæki sem fólk skilur eftir og svo mætti áfram telja og því þarf alltaf að treysta að nokkru leyti á nágrannavörslu og síðan bara sírenur og blikkandi ljós.“ Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nú væri að draga úr landrisi á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3–4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir að breytingar á váboðakerfi geti að einhverju leyti skýrt tímamismun á neyðarboðum sem send voru við prófanir á kerfinu í nágrenni Grindavíkur á mánudag. Hann bendir jafnframt á að tæknilausnir á borð við þessa geti aldrei verið fullkomnar heldur verði einnig að treyst á aðrar tegundir viðvörunar. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa vestan við fjallið Þorbjörn sem er í nágrenni Grindavíkur. Um þúsund manns mættu á íbúafund í Íþróttahúsinu í Grindavík vegna óvissustigsins, þar sem m.a. var kynnt rýmingaráætlun, kæmi til eldgoss. Rýmingin verður boðuð með SMS-skilaboðum frá Neyðarlínunni 112. Skilaboðin verða eftirfarandi: „Yfirvofandi eldgos, yfirgefið Grindavík, hlýðið fyrirmælum lögreglu og björgunarsveitarfólks.“ Þá verða einnig leiðbeiningar um hvaða leið fólk eigi að fara frá Grindavík. Kerfið var prófað á mánudag og prufuskilaboð send til fólks á svæðinu. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.Vísir/Egill Rætt var við Klöru Teitsdóttur íbúa í Grindavík í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins á mánudag. Þar sagði hún að tengdamóðir sín, sem sat við hliðina á henni á fundinum, hefði fengið SMS frá Neyðarlínunni ellefu mínútum á undan sér. Klara sagði þetta valda sér áhyggjum. Fyrst ræst sending í nýja kerfinu, svo í því gamla Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis um umræddan tímamismun á sendingunum að váboðakerfi Neyðarlínunnar gangi nú í gegnum breytingar. Það sé í raun tvö kerfi eins og staðan er í dag. „Tvö símafélög eru komin í nýtt kerfi, og eitt er enn í gamla kerfinu. Í gærkvöldi [á mánudag] var fyrst ræst sending í nýja kerfinu og svo í því gamla. Þetta skýrir að einhverju leyti tímamuninn. Ef um neyðartilfelli hefði verið að ræða hefði það verið gert samtímis.“ Þá bendir Tómas á að tæknilausnir á borð við þessar séu aldrei fullkomnar. Því þurfi einnig að treysta á aðrar tegundir viðvörunar. „[…] þar sem inn í spila þættir eins og fólk sem slekkur á símum sínum, rafmagnslaus tæki, tæki sem fólk skilur eftir og svo mætti áfram telja og því þarf alltaf að treysta að nokkru leyti á nágrannavörslu og síðan bara sírenur og blikkandi ljós.“ Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nú væri að draga úr landrisi á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Hingað til hefur landrisið verið um 3–4 millimetrar á dag en í gær var það nánast ekkert.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Ekki til viðbragðsáætlun vegna heita vatnsins á Suðurnesjum Ekki eru til neinar áætlanir um það hvernig bregðast skuli við því ef framboð á heitu vatni stöðvast til sveitarfélaga á Suðurnesjum vegna jarðhræringa eða eldsumbrota. 29. janúar 2020 07:52