Ungt fólk velur fyrirtæki sem sýna ábyrgð í verki Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. janúar 2020 07:30 Fyrirtækjum ber siðferðileg skylda til að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum, styðja við starfsfólk sitt og sýna siðferðilega verjanlega viðskiptahætti. Fyrirtæki nýta auðlindir til þess að skapa hagnað og er sjálfsögð krafa að þau nýti hluta þess hagnaðar til þess að vega upp á móti þeim óhjákvæmilegu umhverfisáhrifum sem atvinnureksturinn kann að hafa í för með sér. Sú er í það minnsta skoðun okkar en ég tilheyri hópi níu ungra kvenna sem leggja um þessar mundir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð lið við að skipuleggja stærsta viðburð sinn á árinu; Janúarráðstefnu samtakanna sem fer fram á morgun. Sjálfbærni og hagnaður fara saman Þeim sem deila ekki þessari skoðun okkar má benda á þá staðreynd, sem hefur verið mörgum ljós um áratugaskeið, að bein tengsl eru á milli fjárhagslegs ávinnings fyrirtækja og þess að leggja ríka áherslu á markvissa stefnu í því sem snýr að samfélagsábyrgð. Ávinningurinn er margvíslegur: 1. Fyrirtæki sem leggja í þá vegferð að mæla umhverfisáhrif sín með gegnsæjum og traustum hætti sóa minna og nýta fjármuni með skilvirkari hætti. 2. Fjárfestar velja heldur fyrirtæki með markvissa, gegnsæja og trausta samfélagsstefnu. 3. Sjálfbærniverkefni ýta undir nýsköpun og frjóan hugsunarhátt meðal starfsmanna fyrirtækja. 4. Orðspor fyrirtækja sem leggja áherslu á samfélagsábyrgð er almennt jákvæðara og traust viðskiptavina til starfseminnar meiri. 5. Fyrirtæki sem leggja upp úr vellíðan starfsfólks í starfi, með áherslu á jafnrétti, heilsueflingu og þess háttar, sjá aukin afköst, færri veikindastundir og minni starfsmannaveltu. Þetta eru vissulega aðeins fáein dæmi en þessi og fleiri eru tíunduð í skýrslu Alþjóðalánastofnunarinnar, systursamtaka Alþjóðabankans, The Business Case for Sustainability. Í skýrslunni er að auki vísað til rannsóknar frá Harvard háskóla þar sem fylgst var með fjárhagslegri stöðu 180 fyrirtækja yfir átján ára tímabil. Fyrirtækin lögðu mismikið uppúr því að hafa skýra stefnu hvað varðar samfélagslega ábyrgð en í ljós kom að þau fyrirtæki sem tóku þau mál föstum tökum högnuðust umtalsvert meira en þau sem létu það undir höfuð leggjast. Ungt fólk leggur áherslu á sjálfbærni Þá er ótalið það mikilvægasta: Ungt fólk hefur verið í fararbroddi undanfarið við að benda á nauðsyn þess að við sem samfélag tökum loftslagsvánni alvarlega og hafa hóparnir að mestu beint spjótum sínum að stjórnvöldum. Ekki er síður mikilvægt að einkageirinn á Íslandi leggi sitt af mörkum og í raun algjör grundvallarforsenda þess að við náum árangri í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Neysluhegðun ungs fólks í dag er önnur en fyrri kynslóða. Við vitum að fyrirtæki, stór og smá, eru þeir sem menga mest. Aðgerðir einstaklinga duga skammt ef fyrirtæki sýna ekki sína ábyrgð í verki. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að hver og einn líti í eigin barm og skoði eigið neyslumynstur en staðreyndin er einfaldlega sú að fyrirtæki nýta mun meira magn af auðlindum en einstaklingar og geta haft meiri áhrif ef þau nýta hluta hagnaðar til að fjárfesta í mælingum á umhverfisáhrifum og innleiða samfélagsábyrga stefnu. Íslensk fyrirtæki hafa þegar tekið af skarið Mörg dæmi eru um íslensk fyrirtæki sem lagt hafa áherslu á sjálfbærni og uppskorið fjárhagslegan ávinning. Ágætt dæmi er Krónan sem hefur lagt áherslu á að minnka sóun, upplýst val og lýðheilsu viðskiptavina sem svo hefur leitt til þess að neytendur virðast kjósa þá matvöruverslun umfram aðrar. Reksturinn hefur í það minnsta sjaldan staðið styrkari fótum. Annað dæmi og af öðrum toga er fyrirtæki eins og Marel sem grundvallar starfsemi sína í að hanna sjálfbærar viðskiptalausnir í matvælaframleiðslu. Ótrúlega gaman og hvetjandi fyrir okkur sem að komum á viðburði hjá Festu er að heyra jákvæðar reynslusögur fleiri fyrirtækja af sjálfbærniverkefnum. Þessi fyrirtæki hafa lagt raunverulega vinnu og fjármuni í að skoða í smáatriðum eigin rekstur til þess að hafa góð áhrif á samfélagið allt. Neytendur eru farnir að sjá í gegnum innihaldslausar aðgerðir fyrirtækja sem nýta samfélagsábyrgð í auglýsingaskyni en láta undir höfuð leggjast að vinna markvisst að sjálfbærnistefnu sem tekur til innri starfsemi fyrirtækisins og hefur jákvæð áhrif út á við. Ungt fólk er á leið út á atvinnumarkaðinn, við munum stofna fjölskyldur, reka heimili og tala um þjónustu og vörur við vini okkar í kaffi og kunningja á samfélagsmiðlum. Við viljum versla við, vinna hjá og mæla með þeim fyrirtækjum sem sýna ábyrgð í verki. Höfundur er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York og vinnur að verkefnum tengdum sjálfbærni fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Fyrirtækjum ber siðferðileg skylda til að leggja sitt af mörkum til þess að sporna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum, styðja við starfsfólk sitt og sýna siðferðilega verjanlega viðskiptahætti. Fyrirtæki nýta auðlindir til þess að skapa hagnað og er sjálfsögð krafa að þau nýti hluta þess hagnaðar til þess að vega upp á móti þeim óhjákvæmilegu umhverfisáhrifum sem atvinnureksturinn kann að hafa í för með sér. Sú er í það minnsta skoðun okkar en ég tilheyri hópi níu ungra kvenna sem leggja um þessar mundir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð lið við að skipuleggja stærsta viðburð sinn á árinu; Janúarráðstefnu samtakanna sem fer fram á morgun. Sjálfbærni og hagnaður fara saman Þeim sem deila ekki þessari skoðun okkar má benda á þá staðreynd, sem hefur verið mörgum ljós um áratugaskeið, að bein tengsl eru á milli fjárhagslegs ávinnings fyrirtækja og þess að leggja ríka áherslu á markvissa stefnu í því sem snýr að samfélagsábyrgð. Ávinningurinn er margvíslegur: 1. Fyrirtæki sem leggja í þá vegferð að mæla umhverfisáhrif sín með gegnsæjum og traustum hætti sóa minna og nýta fjármuni með skilvirkari hætti. 2. Fjárfestar velja heldur fyrirtæki með markvissa, gegnsæja og trausta samfélagsstefnu. 3. Sjálfbærniverkefni ýta undir nýsköpun og frjóan hugsunarhátt meðal starfsmanna fyrirtækja. 4. Orðspor fyrirtækja sem leggja áherslu á samfélagsábyrgð er almennt jákvæðara og traust viðskiptavina til starfseminnar meiri. 5. Fyrirtæki sem leggja upp úr vellíðan starfsfólks í starfi, með áherslu á jafnrétti, heilsueflingu og þess háttar, sjá aukin afköst, færri veikindastundir og minni starfsmannaveltu. Þetta eru vissulega aðeins fáein dæmi en þessi og fleiri eru tíunduð í skýrslu Alþjóðalánastofnunarinnar, systursamtaka Alþjóðabankans, The Business Case for Sustainability. Í skýrslunni er að auki vísað til rannsóknar frá Harvard háskóla þar sem fylgst var með fjárhagslegri stöðu 180 fyrirtækja yfir átján ára tímabil. Fyrirtækin lögðu mismikið uppúr því að hafa skýra stefnu hvað varðar samfélagslega ábyrgð en í ljós kom að þau fyrirtæki sem tóku þau mál föstum tökum högnuðust umtalsvert meira en þau sem létu það undir höfuð leggjast. Ungt fólk leggur áherslu á sjálfbærni Þá er ótalið það mikilvægasta: Ungt fólk hefur verið í fararbroddi undanfarið við að benda á nauðsyn þess að við sem samfélag tökum loftslagsvánni alvarlega og hafa hóparnir að mestu beint spjótum sínum að stjórnvöldum. Ekki er síður mikilvægt að einkageirinn á Íslandi leggi sitt af mörkum og í raun algjör grundvallarforsenda þess að við náum árangri í minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda. Neysluhegðun ungs fólks í dag er önnur en fyrri kynslóða. Við vitum að fyrirtæki, stór og smá, eru þeir sem menga mest. Aðgerðir einstaklinga duga skammt ef fyrirtæki sýna ekki sína ábyrgð í verki. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að hver og einn líti í eigin barm og skoði eigið neyslumynstur en staðreyndin er einfaldlega sú að fyrirtæki nýta mun meira magn af auðlindum en einstaklingar og geta haft meiri áhrif ef þau nýta hluta hagnaðar til að fjárfesta í mælingum á umhverfisáhrifum og innleiða samfélagsábyrga stefnu. Íslensk fyrirtæki hafa þegar tekið af skarið Mörg dæmi eru um íslensk fyrirtæki sem lagt hafa áherslu á sjálfbærni og uppskorið fjárhagslegan ávinning. Ágætt dæmi er Krónan sem hefur lagt áherslu á að minnka sóun, upplýst val og lýðheilsu viðskiptavina sem svo hefur leitt til þess að neytendur virðast kjósa þá matvöruverslun umfram aðrar. Reksturinn hefur í það minnsta sjaldan staðið styrkari fótum. Annað dæmi og af öðrum toga er fyrirtæki eins og Marel sem grundvallar starfsemi sína í að hanna sjálfbærar viðskiptalausnir í matvælaframleiðslu. Ótrúlega gaman og hvetjandi fyrir okkur sem að komum á viðburði hjá Festu er að heyra jákvæðar reynslusögur fleiri fyrirtækja af sjálfbærniverkefnum. Þessi fyrirtæki hafa lagt raunverulega vinnu og fjármuni í að skoða í smáatriðum eigin rekstur til þess að hafa góð áhrif á samfélagið allt. Neytendur eru farnir að sjá í gegnum innihaldslausar aðgerðir fyrirtækja sem nýta samfélagsábyrgð í auglýsingaskyni en láta undir höfuð leggjast að vinna markvisst að sjálfbærnistefnu sem tekur til innri starfsemi fyrirtækisins og hefur jákvæð áhrif út á við. Ungt fólk er á leið út á atvinnumarkaðinn, við munum stofna fjölskyldur, reka heimili og tala um þjónustu og vörur við vini okkar í kaffi og kunningja á samfélagsmiðlum. Við viljum versla við, vinna hjá og mæla með þeim fyrirtækjum sem sýna ábyrgð í verki. Höfundur er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum frá Columbia háskóla í New York og vinnur að verkefnum tengdum sjálfbærni fyrirtækja.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun