Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Sóttvarnarlæknir telur líklegt að kórónaveiran berist til Evrópu en grunur leikur á smiti í Skotlandi og á Norður-Írlandi. Kínversk stjórnvöld reyna nú hvað þau geta til að hefta útbreiðslu veirunnar og hafa meðal annars stöðvað flugumferð og almenningssamgöngur í tveimur borgum.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Formaður borgarráðs tekur undir ábendingar sem fram koma í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar er lúta að strangari hæfiskröfum til stjórnarmanna Sorpu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við upplýsingafulltrúa Isavia í beinni útsendingu um samgöngutruflanir í vetur. Þá verður greint frá niðurstöðum nýrrar könnunnar um persónueinkenni ofbeldismanna og námskeiði sem foreldrum sem standa í skilnaði býðst að sækja.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×