Icelandair hefur aflýst fimmtíu brottförum í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. janúar 2020 15:56 Icelandair hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Vísir/Vilhelm Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Um er að ræða þrjú prósent af heildarbrottförum félagsins á tímabilinu að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Eftir hádegi í dag hefur Icelandair aflýst sex flugum til og frá Evrópu vegna veðurs. Þá hefur öllu flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag verið aflýst. Brottfarir í kvöld frá Bandaríkjunum og Kanada til Keflavíkur eru hins vegar á áætlun. Allt flug Icelandair til og frá landinu í fyrramálið er þar af leiðandi á áætlun og er ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi um helgina. „Til að greiða úr töfum sem orðið hafa á flugi til og frá landinu vegna veðurs, þá höfum við sett upp ný flug á morgun, föstudaginn 24. janúar, til og frá London Gatwick, Kaupmannahöfn, Amsterdam og París. Raskanir á flugi í gær höfðu áhrif á í kringum 3.000 farþega en vel hefur gengið að greiða úr því. Við höfum komið öllum upplýsingum um breytingar á flugi til meirihluta farþega nú þegar. Í dag er hins vegar unnið samkvæmt nýjum verkferlum og því erum við að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins. Frá því í október hefur Icelandair aflýst 200 brottförum, þar af eru 130 í janúar og 50 í dag, um er að ræða 3% af heildar brottförum félagsins á tímabilinu. Það eru ávallt árssveiflur í veðrinu en við erum alltaf undirbúin að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs. Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ er haft eftir Ingibjörgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumanni þjónustu og upplifunar hjá Icelandair, í tilkynningu. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa samband við okkur nema ef ný ferðaáætlun hentar viðkomandi ekki. Það er ávallt hægt fara inn á heimasíðu félagsins og fylgjast með á svæðinu „umsjón með bókun“. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir einnig er hægt að uppfæra þar upplýsingar um símanúmer og netfang farþega svo réttar upplýsingar berist hratt og örugglega,“ segir Ingibjörg Ásdís enn fremur.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair. Fréttir af flugi Icelandair Veður Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira
Raskanir á flugi Icelandair í gær og í dag hafa haft áhrif á um það bil 3.000 farþega. Flugfélagið hefur aflýst 200 brottförum frá því í október, þar af eru 130 í janúarmánuði og fimmtíu í dag. Um er að ræða þrjú prósent af heildarbrottförum félagsins á tímabilinu að því er fram kemur í tilkynningu Icelandair. Eftir hádegi í dag hefur Icelandair aflýst sex flugum til og frá Evrópu vegna veðurs. Þá hefur öllu flugi frá Keflavík til Bandaríkjanna og Kanada seinnipartinn í dag verið aflýst. Brottfarir í kvöld frá Bandaríkjunum og Kanada til Keflavíkur eru hins vegar á áætlun. Allt flug Icelandair til og frá landinu í fyrramálið er þar af leiðandi á áætlun og er ekki gert ráð fyrir frekari röskunum á flugi um helgina. „Til að greiða úr töfum sem orðið hafa á flugi til og frá landinu vegna veðurs, þá höfum við sett upp ný flug á morgun, föstudaginn 24. janúar, til og frá London Gatwick, Kaupmannahöfn, Amsterdam og París. Raskanir á flugi í gær höfðu áhrif á í kringum 3.000 farþega en vel hefur gengið að greiða úr því. Við höfum komið öllum upplýsingum um breytingar á flugi til meirihluta farþega nú þegar. Í dag er hins vegar unnið samkvæmt nýjum verkferlum og því erum við að takast á við raskanir með skilvirkari hætti en áður og með minni áhrif á starfsemi félagsins. Frá því í október hefur Icelandair aflýst 200 brottförum, þar af eru 130 í janúar og 50 í dag, um er að ræða 3% af heildar brottförum félagsins á tímabilinu. Það eru ávallt árssveiflur í veðrinu en við erum alltaf undirbúin að takast á við raskanir á flugi vegna veðurs. Markmið okkar er að koma farþegum okkar sem fyrst á áfangastað á sem öruggastan máta og að truflun farþega verði sem minnst,“ er haft eftir Ingibjörgu Ásdísi Ragnarsdóttur, forstöðumanni þjónustu og upplifunar hjá Icelandair, í tilkynningu. „Það er ekki nauðsynlegt að hafa samband við okkur nema ef ný ferðaáætlun hentar viðkomandi ekki. Það er ávallt hægt fara inn á heimasíðu félagsins og fylgjast með á svæðinu „umsjón með bókun“. Þar eru flugupplýsingar uppfærðar um leið og breytingar liggja fyrir einnig er hægt að uppfæra þar upplýsingar um símanúmer og netfang farþega svo réttar upplýsingar berist hratt og örugglega,“ segir Ingibjörg Ásdís enn fremur.Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Icelandair.
Fréttir af flugi Icelandair Veður Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Sjá meira