Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 19:30 Steingrímur J. Sigfússon og Ragna Árnadóttir tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis í dag. Vísir/Elín Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín Alþingi Reykjavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýrri byggingu undir starfsemi Alþingis var tekin í dag. Áætlaður kostnaður er um fjórir komma fjórir milljarðar. Byggingin verður bylting fyrir starfsemi þingsins segir Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis. Hann og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum þingmönnum, starfsfólki þingsins og fyrrverandi þingforsetum. Sjá einnig: Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár „Ég get nú sagt að ég sé búinn að bíða í 37 ár, jafn lengi og ég er búinn að vera hér, af því að þá þegar var orðið allt of þröngt um Alþingi og það var farið að leigja húsnæði hér og þar. Nú hefur það ágerst á síðustu árum þannig að af því er mikið óhagræði og það er vissulega dýrt líka, húsnæðið mishentugt,“ segir Steingrímur. Byggingin verði bylting fyrir starfsumhverfi Alþingis. „Stóri kosturinn við þetta er að hér fáum við nútímalega og fyrsta flokks vinnuaðstöðu fyrir þingmenn, fyrir starfsfólk Alþingis og þetta verður allt samtengt þannig að það verður mjög þægilegt að fara hér ferða sinna um reitinn og hlaupa á milli nefndafunda og þingsalar, taka á móti gestum og svo framvegis,“ segir Steingrímur. Steingrímur flutti stutt ávarp áður en fyrsta skóflustungan var tekin.Vísir/Elín Ragna tekur í svipaðan streng. „Þetta breytir mjög miklu. Við verðum í framtíðinni á einum stað hérna megin við Austurvöllinn. Við erum sitt hvoru megin við Austurvöllinn í margs konar húsnæði, við leigjum mikið af húsnæði þannig að þetta er bara hagkvæmt á alla máta,“ segir Ragna. „Hér fáum við tengingu á milli allra húsa og ég held að þetta verði bara allt annað vinnuumhverfi,“ bætir hún við. Jarðvinnan á að hefjast á næstu dögum og í vor verður útboð í bygginguna sjálfa. Þær framkvæmdir eiga að hefjast í haust og stefnt að því að þeim ljúki snemma á árinu 2023. „Kostnaðaráætlunin sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2018 og er inni í ríkisfjármálaáætlun eru 4,4 milljarðar plús verðbætur á byggingartímanum,“ segir Steingrímur. „Það mun mikið mæða á okkur næstu árin því að það er mjög mikilvægt að þetta sé allt innan áætlana og sé vel gert. Þetta er mikil ábyrgð,“ segir Ragna. Viðstaddir voru meðal annars þingmenn, starfsfólk Alþingis og fyrrverandi þingforsetar.Vísir/Elín Allt klárt fyrir fyrstu skóflustunguna.Vísir/Elín
Alþingi Reykjavík Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira