Kafka við Sæbrautina - eða endurminning um Hörpu Halldór Guðmundsson skrifar 3. febrúar 2020 20:45 Sé ekið eftir Sæbrautinni í átt að Hörpu blasir við vegfarendum stórt auglýsingaskilti með veggspjöldum þar sem minnt er á helstu atburði í húsinu; þetta er þríhyrnt skilti sem þó er ekki stærra en svo að það truflar ekki umferð, hvort sem hún er gangandi, akandi eða hjólandi. Semsé: prýðilegt skilti, eða það hélt ég þegar ég kom til starfa í Hörpu sumarið 2012. Ég hafði ekki verið lengi að reyna ná áttum í þessu félagsheimili þjóðarinnar þegar þáverandi fasteignastjóri hússins sagði við mig, nokkuð ákveðin eins og hennar var háttur: Þú veist að við erum ekki með fullgilt leyfi fyrir samkomuhaldi og vínveitingum. Mér bregður við en hef þó rænu á að spyrja hverju þetta sæti. Ja það hefur ekki farið fram lokaúttekt á byggingunni. En nú hafa komið hér milljón manns frá opnun, segi ég, og hér eru 1500 reykskynjarar og alls kyns öryggiskerfi, ekki satt? Jú, þetta snýst ekki um húsið, heldur skiltið hér fyrir utan. Það er ósamþykkt. Og meðan svo er fáum við ekki lokaúttekt. Og heldur ekki leyfi. Ekki vil ég segja að mér hafi þótt þetta lógískt, enda ekki mikill verkfræðingur í mér, en þó leysanlegt: Getum við ekki gengið í að fá skiltið samþykkt? Það stendur ekki á svörum frá byggingafulltrúa borgarinnar, er mér sagt: Þetta skilti er ekki á réttum stað samkvæmt deiliskipulagi. Ég hugsa með mér, ætli það þurfi virkilega að færa það, þótt það sé ekki fyrir neinum? Og spyr mitt góða samstarfsfólk á fasteignasviði, hvar ætti skiltið að vera samkvæmt deiliskipulagi? Þá kemur í ljós að eitthvað hafði nú misfarist við þær teikningar, því þá væri það að hluta til úti í götunni. Nú, spyrjum við grandvara embættismenn, ekki viljið þið að við færum það þangað? Nei, auðvitað ekki. En má það ekki vera þar sem það er? Nei, ekki samkvæmt deiliskipulagi, en þið getið auðvitað sótt um breytingu á deiliskipulagi. Ekki á ég von á því að saklausir lesendur hafi nokkurn tímann sótt um breytingu á deiliskipulagi, fremur en höfundur þessa pistils. Eigum við ekki bara að segja sem svo að það sé allnokkurt bauk, það þarf arkitekta og verkfræðinga til að útfylla þau eyðublöð og koma til skila með lögmætum hætti. En við létum okkur auðvitað hafa það, að sitja kyrr á sama stað og vera þó að ferðast eins og segir í kvæðinu, og sóttum um breytingu á deiliskipulagi. Allt tók það tímann sinn, afgreiðslu frestað, ný skilyrði sett og þar fram eftir götum, en um síðir fékkst leyfi fyrir skiltinu, gegn því að loka því á hornunum og snyrta í kringum stoðirnar og allt í lagi með það. Eftir þessa reynslu kom mér ekki á óvart þegar fasteignastjórinn kom til mín nokkru síðar með ýmis eyðublöð og sagði: það þarf að ráða byggingastjóra á skiltið, og burðarþolsmæla það. Já, segi ég sem hélt að allt væri komið í höfn, en er ekki búið að byggja það? Og jafnvel mæla? Jú, sannarlega, þetta er mest mælda skilti í Reykjavík, og það er náttúrlega búið að standa þarna allan tímann hvort sem er, en það eru breyttar forsendur með breytingu á deiliskipulagi. Svo við þurfum að skila þessu inn. Svo nú hafa allir haft nokkuð að iðja í kringum þetta skilti, án þess að það sé með góðu móti hægt að fullyrða að nokkur skapaður hlutur hafi gerst. Skiltið bara stendur þarna og auglýsir viðburði í húsinu. Allt væri þetta saklaus skemmtisaga, ef hún væri ekki svona dýr, og það mætti ekki lesa hana – eins og ýmsar sögur Kafka – sem táknsögu. Harpa er í almannaeigu. Húsið var sannarlega og að vonum umdeilt á sínum tíma, en mjög hefur dregið úr þeim deilum, því þorri þjóðarinnar hefur sótt sér þangað skemmtun og fróðleik auk þess sem húsið laðar að sér á aðra milljón ferðamanna á hverju ári; ennfremur skilar starfsemin í húsinu gjaldeyristekjum í þjóðarbúið á við vænan skuttogara. En eignarhald almennings er í gegnum ríki og borg, og það komu þær stundir að manni fannst að engum væri meira uppsigað við húsið en einmitt eigendunum sjálfum. Þó taldi ég mig vita að það væri ekki meiningin. Svo dæmi séu nefnd: Fljótlega eftir að ég kom til starfa var allt skipulag í kringum húsið einfaldað og stjórnum og félögum fækkað. Portus, móðurfélag fasteignafélagsins Tótusar, sem skráð var eigandi hússins, heitir núna Harpa og Tótus hefur verið sameinað því. Fyrir það eitt að skrá Hörpu sem eiganda hússins, í stað Tótusar, hugðist sýslumaðurinn í Reykjavík rukka okkur um ríflega 300 milljónir í stimpilgjöld. Með ærnum (lögfræði)kostnaði og mörgum fundum tókst að koma í veg fyrir það. Þá sendi Þjóðskrá áskorun um að láta gera brunabótamat hússins, sem ég hélt í sakleysi mínu að hefði verið gert fyrir löngu. Fyrir það þarf að greiða svokallað skipulagsgjald, í kringum 70 milljónir. Sem bætast við alls kyns önnur gjöld sem lögð er á húsið og skulu ekki öll tíunduð hér, enda engin leið að hafa í við tollheimtumenn í þeim efnum. Frægust af þeim álögum eru náttúrlega fasteignagjöldin. Þegar ég var þar húsvörður borgaði Harpa röska milljón á dag, eða sem nemur einni Eldborgarleigu, þrisvar til fjórum sinnum meira á fermeter en önnur stórhýsi á landinu (t.d. Smáralind, Kringlan eða Leifsstöð). Það hefur verið í sakleysi þess sem var nýbyrjaður sem ég spurði eigendur hvort ekki mætti breyta því. Jú, var svarið, þú getur farið í mál við okkur. Svo í nokkur ár rak Harpa mál á hendur eigendum sínum, stórt og dýrt og þvælið gegn harðsnúinni vörn, í þeim eina tilgangi að húsið mætti verða rekstrarhæft. En rekstrarhæfi og sjálfbærni eru á hinn bóginn þau skilyrði sem sömu eigendur setja húsinu. Allt tók þetta tímann sinn, en á endanum vann Harpa málið fyrir Hæstarétti sem létti reksturinn um skeið. En það var skammvinn sæla og fljótlega fundu tollheimtumenn leiðir til að halda álögum á húsið svo gott sem óbreyttum, hvað sem leið sigrum Hörpu fyrir dómstólum. Er nema von að þá hafi mér ekki hugnast að standa í þessu lengur? Í millitíðinni hefur hæfara fólk tekið við og gert allt sem í þess valdi stendur til að bæta reksturinn, en ég óttast að eðli starfans sé hið sama og algerlega í anda Sísýfosar sem alltaf velti grjóti upp sömu hlíðina. Því má það verða huggun harmi gegn, þegar álögurnar hafa endanlega borið reksturinn ofurliði, að skiltið hefur hlotið formlegt samþykki og Harpa fengið lokaúttekt og fullgilt leyfi til samkomuhalds. Þá getur skiltið staðið áfram á sínum stað og borið vitni þeim viðburðum sem hefðu getað orðið í húsinu.Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Sé ekið eftir Sæbrautinni í átt að Hörpu blasir við vegfarendum stórt auglýsingaskilti með veggspjöldum þar sem minnt er á helstu atburði í húsinu; þetta er þríhyrnt skilti sem þó er ekki stærra en svo að það truflar ekki umferð, hvort sem hún er gangandi, akandi eða hjólandi. Semsé: prýðilegt skilti, eða það hélt ég þegar ég kom til starfa í Hörpu sumarið 2012. Ég hafði ekki verið lengi að reyna ná áttum í þessu félagsheimili þjóðarinnar þegar þáverandi fasteignastjóri hússins sagði við mig, nokkuð ákveðin eins og hennar var háttur: Þú veist að við erum ekki með fullgilt leyfi fyrir samkomuhaldi og vínveitingum. Mér bregður við en hef þó rænu á að spyrja hverju þetta sæti. Ja það hefur ekki farið fram lokaúttekt á byggingunni. En nú hafa komið hér milljón manns frá opnun, segi ég, og hér eru 1500 reykskynjarar og alls kyns öryggiskerfi, ekki satt? Jú, þetta snýst ekki um húsið, heldur skiltið hér fyrir utan. Það er ósamþykkt. Og meðan svo er fáum við ekki lokaúttekt. Og heldur ekki leyfi. Ekki vil ég segja að mér hafi þótt þetta lógískt, enda ekki mikill verkfræðingur í mér, en þó leysanlegt: Getum við ekki gengið í að fá skiltið samþykkt? Það stendur ekki á svörum frá byggingafulltrúa borgarinnar, er mér sagt: Þetta skilti er ekki á réttum stað samkvæmt deiliskipulagi. Ég hugsa með mér, ætli það þurfi virkilega að færa það, þótt það sé ekki fyrir neinum? Og spyr mitt góða samstarfsfólk á fasteignasviði, hvar ætti skiltið að vera samkvæmt deiliskipulagi? Þá kemur í ljós að eitthvað hafði nú misfarist við þær teikningar, því þá væri það að hluta til úti í götunni. Nú, spyrjum við grandvara embættismenn, ekki viljið þið að við færum það þangað? Nei, auðvitað ekki. En má það ekki vera þar sem það er? Nei, ekki samkvæmt deiliskipulagi, en þið getið auðvitað sótt um breytingu á deiliskipulagi. Ekki á ég von á því að saklausir lesendur hafi nokkurn tímann sótt um breytingu á deiliskipulagi, fremur en höfundur þessa pistils. Eigum við ekki bara að segja sem svo að það sé allnokkurt bauk, það þarf arkitekta og verkfræðinga til að útfylla þau eyðublöð og koma til skila með lögmætum hætti. En við létum okkur auðvitað hafa það, að sitja kyrr á sama stað og vera þó að ferðast eins og segir í kvæðinu, og sóttum um breytingu á deiliskipulagi. Allt tók það tímann sinn, afgreiðslu frestað, ný skilyrði sett og þar fram eftir götum, en um síðir fékkst leyfi fyrir skiltinu, gegn því að loka því á hornunum og snyrta í kringum stoðirnar og allt í lagi með það. Eftir þessa reynslu kom mér ekki á óvart þegar fasteignastjórinn kom til mín nokkru síðar með ýmis eyðublöð og sagði: það þarf að ráða byggingastjóra á skiltið, og burðarþolsmæla það. Já, segi ég sem hélt að allt væri komið í höfn, en er ekki búið að byggja það? Og jafnvel mæla? Jú, sannarlega, þetta er mest mælda skilti í Reykjavík, og það er náttúrlega búið að standa þarna allan tímann hvort sem er, en það eru breyttar forsendur með breytingu á deiliskipulagi. Svo við þurfum að skila þessu inn. Svo nú hafa allir haft nokkuð að iðja í kringum þetta skilti, án þess að það sé með góðu móti hægt að fullyrða að nokkur skapaður hlutur hafi gerst. Skiltið bara stendur þarna og auglýsir viðburði í húsinu. Allt væri þetta saklaus skemmtisaga, ef hún væri ekki svona dýr, og það mætti ekki lesa hana – eins og ýmsar sögur Kafka – sem táknsögu. Harpa er í almannaeigu. Húsið var sannarlega og að vonum umdeilt á sínum tíma, en mjög hefur dregið úr þeim deilum, því þorri þjóðarinnar hefur sótt sér þangað skemmtun og fróðleik auk þess sem húsið laðar að sér á aðra milljón ferðamanna á hverju ári; ennfremur skilar starfsemin í húsinu gjaldeyristekjum í þjóðarbúið á við vænan skuttogara. En eignarhald almennings er í gegnum ríki og borg, og það komu þær stundir að manni fannst að engum væri meira uppsigað við húsið en einmitt eigendunum sjálfum. Þó taldi ég mig vita að það væri ekki meiningin. Svo dæmi séu nefnd: Fljótlega eftir að ég kom til starfa var allt skipulag í kringum húsið einfaldað og stjórnum og félögum fækkað. Portus, móðurfélag fasteignafélagsins Tótusar, sem skráð var eigandi hússins, heitir núna Harpa og Tótus hefur verið sameinað því. Fyrir það eitt að skrá Hörpu sem eiganda hússins, í stað Tótusar, hugðist sýslumaðurinn í Reykjavík rukka okkur um ríflega 300 milljónir í stimpilgjöld. Með ærnum (lögfræði)kostnaði og mörgum fundum tókst að koma í veg fyrir það. Þá sendi Þjóðskrá áskorun um að láta gera brunabótamat hússins, sem ég hélt í sakleysi mínu að hefði verið gert fyrir löngu. Fyrir það þarf að greiða svokallað skipulagsgjald, í kringum 70 milljónir. Sem bætast við alls kyns önnur gjöld sem lögð er á húsið og skulu ekki öll tíunduð hér, enda engin leið að hafa í við tollheimtumenn í þeim efnum. Frægust af þeim álögum eru náttúrlega fasteignagjöldin. Þegar ég var þar húsvörður borgaði Harpa röska milljón á dag, eða sem nemur einni Eldborgarleigu, þrisvar til fjórum sinnum meira á fermeter en önnur stórhýsi á landinu (t.d. Smáralind, Kringlan eða Leifsstöð). Það hefur verið í sakleysi þess sem var nýbyrjaður sem ég spurði eigendur hvort ekki mætti breyta því. Jú, var svarið, þú getur farið í mál við okkur. Svo í nokkur ár rak Harpa mál á hendur eigendum sínum, stórt og dýrt og þvælið gegn harðsnúinni vörn, í þeim eina tilgangi að húsið mætti verða rekstrarhæft. En rekstrarhæfi og sjálfbærni eru á hinn bóginn þau skilyrði sem sömu eigendur setja húsinu. Allt tók þetta tímann sinn, en á endanum vann Harpa málið fyrir Hæstarétti sem létti reksturinn um skeið. En það var skammvinn sæla og fljótlega fundu tollheimtumenn leiðir til að halda álögum á húsið svo gott sem óbreyttum, hvað sem leið sigrum Hörpu fyrir dómstólum. Er nema von að þá hafi mér ekki hugnast að standa í þessu lengur? Í millitíðinni hefur hæfara fólk tekið við og gert allt sem í þess valdi stendur til að bæta reksturinn, en ég óttast að eðli starfans sé hið sama og algerlega í anda Sísýfosar sem alltaf velti grjóti upp sömu hlíðina. Því má það verða huggun harmi gegn, þegar álögurnar hafa endanlega borið reksturinn ofurliði, að skiltið hefur hlotið formlegt samþykki og Harpa fengið lokaúttekt og fullgilt leyfi til samkomuhalds. Þá getur skiltið staðið áfram á sínum stað og borið vitni þeim viðburðum sem hefðu getað orðið í húsinu.Höfundur er rithöfundur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun