Forval demókrata hefst í Iowa Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 3. febrúar 2020 08:31 Frá kosningafundi Bernie Sanders sem mælist með mestan stuðning frambjóðanda fyrir forvalið í Iowa. AP/John Locher Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Kosið er í fyrsta ríkinu í prófkjöri Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í smáríkinu Iowa í dag. Úrslitin þar eru almennt talin geta gefið sterkar vísbendingar um hvernig forvalið þróast. Kjósendur þurfa að gera upp á milli ellefu frambjóðenda. Skoðanakannanir í Iowa benda nú til þess að öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem er lengst til vinstri í frambjóðendahópnum, njóti mests stuðnings. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er þó ekki langt á eftir. Borgarstjórinn Pete Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmaður frá Massachusetts, eru svo í þriðja og fjórða sæti. Iowa í miðvesturhluta Bandaríkjanna hefur töluverða þýðingu í bandarískum stjórnmálum enda kýs ríkið fyrst í prófkjörum bæði Demókrata- og Repúblikanaflokksins. Í von um að slá tóninn, og byrja af krafti, hafa frambjóðendur því sett töluverða orku í kosningabaráttu í ríkinu. Á landsvísu er myndin örlítið frábrugðin. Sanders og Biden skipta um sæti, Warren er í þriðja sætinu og auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem býður sig ekki fram í fyrstu ríkjunum, er í því fjórða. Fylgi Buttigiegs er töluvert minna en í Iowa. Hvítari ríki en landið í heild Í Iowa eru prófkjörin ekki með hefðbundnu sniði og engir verða kjörseðlarnir. Í staðinn safnast fólk saman í stóru rými á kjörfundi og skiptir sér upp í hópa eftir því hvaða frambjóðanda það styður. Frambjóðendur þurfa að ná að minnsta kosti 15% stuðningi til að teljast raunhæfir. Takist frambjóðanda það ekki mega kjósendur annarra frambjóðenda reyna að sannfæra stuðningsmenn hans um að ganga til liðs við þá. Því getur skipt miklu máli hvaða frambjóðanda kjósendum líst næstbest á. Fyrirkomulag forvalsins í Iowa er tímafrekt og hefur það sætt gagnrýni vegna þess að aðeins þeir sem geti tekið sér slíkan tíma hafi möguleika á að taka þátt. Þá hefur einnig talsverð umræða farið fram um að forvalið byrji á smáríkjunum Iowa og New Hampshire þar sem hlutfall hvítra íbúa er mun hærra en á landsvísu. Enginn frambjóðandi tryggir sér útnefningu flokksins í ríkjunum tveimur en slæm úrslit þar geta þó verið dauðadómur yfir framboðum. Ef litið er til sögulegs mikilvægis þess að vinna Iowa má sjá að í síðustu átta skipti, eða frá árinu 1980, hefur sigurvegarinn í Iowa að lokum fengið útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Til dæmis síðast, þegar Hillary Clinton vann Sanders naumlega. Næsta ríki á dagskrá er svo New Hampshire á þriðjudag í næstu viku þar sem Sanders er með myndarlegt forskot. Hann verður í afbragðsgóðri stöðu ef hann vinnur í báðum ríkjum, enda hefur enginn frambjóðandi demókrata unnið í báðum ríkjum en ekki fengið útnefninguna síðan árið 1992. Forvalinu lýkur þó ekki fyrr en í byrjun júní. Forval repúblikana í Iowa fer einnig fram í dag. Tveir mótframbjóðendur gegn Donald Trump forseta taka þátt en forsetinn er þó í yfirburðastöðu og er litið á forvalið sem formsatriði.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira