Millilandaflug á áætlun seinni partinn Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2020 10:05 Upplýsingafulltrúi Isavia segir ljóst að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. vísir/vilhelm Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er þó allt flug á áætlun seinni partinn í dag þegar reiknað er með að veður hafi gengið niður. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugferðum Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada á leið til landsins hafi verið seinkað í dag og sé gert ráð fyrir að sjö vélar lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan 15 í dag. Aflýsti 22 flugferðum Icelandair aflýsti á miðvikudaginn 22 brottförum til og frá Evrópu sem fyrirhugaðar voru í dag og hafði það áhrif á um átta þúsund farþega. Ásdís Ýr segir að til að bregðast við því hafi flugferðum verið fjölgað í gær og svo hafi verið haft samband við farþega og reynt að leysa úr málum. Air Iceland Connect hefur fellt niður ferðir í dag.Vísir/Sigurjón Ekkert innanlandsflug Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að öllu innanlandsflugi félagsins hafi verið aflýst í dag. Hann segir að þó að betur eigi eftir að fara yfir málin geri hann ráð fyrir að allt flug verði á áætlun á morgun. Er ljóst að raskanir dagsins í dag hafi haft áhrif á nokkur hundruð viðskiptavini, en alls áttu milli átta og níu hundruð farþegar bókað flug hjá Air Iceland Connect í dag. Sjá einnig: Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Flugfélagið Ernir hefur sömuleiðis aflýst sínum ferðum í dag. Vindstyrkur vel yfir viðmiðunarmörk Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ljóst megi vera að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. „Vindhraðinn hefur farið upp í 75 hnúta í verstu hviðum, sem er um 40 metrar á sekúndu. Til viðmiðunar má nefna að það sé 25 hnútum yfir viðmiðunarmörk þegar kemur að notkun landganga. En við hvetjum fólk til að fylgjast með á vefsíðunni okkar, en það er svo flugfélaganna að ákveða út frá aðstæðum hvenær flogið er,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52 Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Búið er að aflýsa tugum flugferða til og frá landinu vegna óveðursins sem nú gengur yfir. Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er þó allt flug á áætlun seinni partinn í dag þegar reiknað er með að veður hafi gengið niður. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugferðum Icelandair frá Bandaríkjunum og Kanada á leið til landsins hafi verið seinkað í dag og sé gert ráð fyrir að sjö vélar lendi á Keflavíkurflugvelli um klukkan 15 í dag. Aflýsti 22 flugferðum Icelandair aflýsti á miðvikudaginn 22 brottförum til og frá Evrópu sem fyrirhugaðar voru í dag og hafði það áhrif á um átta þúsund farþega. Ásdís Ýr segir að til að bregðast við því hafi flugferðum verið fjölgað í gær og svo hafi verið haft samband við farþega og reynt að leysa úr málum. Air Iceland Connect hefur fellt niður ferðir í dag.Vísir/Sigurjón Ekkert innanlandsflug Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, segir að öllu innanlandsflugi félagsins hafi verið aflýst í dag. Hann segir að þó að betur eigi eftir að fara yfir málin geri hann ráð fyrir að allt flug verði á áætlun á morgun. Er ljóst að raskanir dagsins í dag hafi haft áhrif á nokkur hundruð viðskiptavini, en alls áttu milli átta og níu hundruð farþegar bókað flug hjá Air Iceland Connect í dag. Sjá einnig: Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Flugfélagið Ernir hefur sömuleiðis aflýst sínum ferðum í dag. Vindstyrkur vel yfir viðmiðunarmörk Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ljóst megi vera að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. „Vindhraðinn hefur farið upp í 75 hnúta í verstu hviðum, sem er um 40 metrar á sekúndu. Til viðmiðunar má nefna að það sé 25 hnútum yfir viðmiðunarmörk þegar kemur að notkun landganga. En við hvetjum fólk til að fylgjast með á vefsíðunni okkar, en það er svo flugfélaganna að ákveða út frá aðstæðum hvenær flogið er,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Óveður 14. febrúar 2020 Veður Tengdar fréttir Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00 Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52 Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Óveðursvaktin: Illviðri og foktjón víða um land Vonskuveður er nú víða um landið en rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir sunnanvert landið. 14. febrúar 2020 06:00
Þetta fellur niður eða raskast vegna óveðursins Þjónusta verður víða skert á suðvesturhluta landsins á morgun vegna aftakaveðurs. 13. febrúar 2020 22:52
Icelandair aflýsir 22 flugferðum á föstudag vegna óveðursins Átta nýjar flugferðir eru komnar á áætlun á morgun, 13. febrúar, vegna þessa. 12. febrúar 2020 18:43