Hilmar Elísson er skyndihjálparmaður ársins: Lærði skyndihjálp eftir björgunina Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. febrúar 2020 19:00 Hilmir Elísson var útnefndur skyndihjálarmaður ársins á 112 deginum Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar. Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Það á að vera skylda fyrir alla að læra skyndihjálp. Þetta segir maður sem útnefndur var skyndihjálparmaður ársins á 112-deginum í dag en hann dró meðvitundarlausan mann upp af botni sundlaugar í fyrra. Þá var sjónum einnig beint að öryggi fólks í umferðinni í dag. Samstarfsaðilar 112-dagsins vara fólk sérstaklega við að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. „Við viljum náttúrulega helst ekki fá nein símtöl hérna inn með umferðarslysum og sérstaklega ekki á ungu fólki og það er það erfiðasta sem við erum að fást við og það er kominn tími til að gera átak í þessu,“ segir Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar og bætir við að Neyðarlínan fái allt of mörg símtöl vegna bílslysa. Þá var skyndihjálparmaður Rauða krossins útnefndur í dag en þann titil hlaut Hilmar Elísson. Í janúar í fyrra ákvað hann að fá sér sundsprett í Lágafellslaug í Mosfellsbæ eftir karlaþreksæfingu. Þegar hann var kominn í dýpri enda laugarinnar sá hann meðvitundarlausann mann á botninum. „Ég kafaði niður og tók í hann en náði ekki taki á honum og fór upp aftur og svo aftur niður og náði taki á honum og náði honum upp,“ segir Hilmar. Hann kallaði þá á félaga sína úr karlaleikfiminni sem einnig höfðu farið í sund eftir æfinguna og þeir hófu endurlífgun á meðan Hilmar hljóp og lét hringja á 112. Maðurinn komst aftur til meðvitundar eftir rúmlega mínútu. „Maður var ekkert að spá í tímanum,“ segir Hilmar sem ekki vill gera mikið úr sínum þætti, hann hafi einfaldlega verið á réttum stað á réttum tíma. „Þetta er erfitt á meðan áþessu stendur en þetta fór vel,“ segir Hilmar en það tók smá tíma en maðurinn sem hann bjargaði hefur náð fullum bata í dag. Eftir björgunina fóru mennirnir í karlaþrekinu allir að læra skyndihjálp. Hilmir segir gríðarlega mikilvægt að læra skyndihjálp. „Þetta á bara að vera skylda fyrir alla að læra þetta og viðhalda þessu,“ segir Hilmar.
Mosfellsbær Sundlaugar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira