Níu barna faðir úr NFL-deildinni að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 22:30 Philip Rivers hefur tekið inn tæpa 28 milljarða íslenskra króna í laun á sínum ferli. Getty/ David Eulitt Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers. NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira
Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Sjá meira