Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta Þóra Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:30 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Netöryggi barna er aðalviðfangsefni þessa dags. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og rétt á vernd gegn ofbeldi, á neti sem og annars staðar. Á vef Barnaheilla er að finna Ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um efni af netinu sem varðar ofbeldi gegn börnum eða annað ólöglegt efni sem tengist börnum. Dreifing nektarmynda af börnum, einstaklinga undir 18 ára, telst þar með. Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum víðsvegar í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, jafnvel þó þau séu frá fjarlægum löndum. Nýlega opnuðu Barnaheill nýja Ábendingalínu sem nú er aldursskipt og barnvæn. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu og nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi undir hatti Inhope, regnhlífasamtaka ábendingalína um heim allan. Nýtt einkenni Ábendingalínunnar er strokleður, sem táknar það sem hægt er að gera ef upplýsingar fást um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu. Við því er þá hægt að bregðast og vinna að því að efnið verði fjarlægt af netinu, að stroka það út. Inni á Ábendingalínunni er að finna stuðning við þá sem tilkynna og leiðbeiningar um hvert skuli leitað ef hætta er á ferðum eða viðkomandi er í neyð. Sér hnappur er fyrir aldursflokkinn 14 ára og yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, unnið er að því að láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klst. frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Ef þú verður var við ofbeldi gegn börnum á netinu skaltu tilkynna það til ábendingalínunnar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Þóra Jónsdóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Netöryggi barna er aðalviðfangsefni þessa dags. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og rétt á vernd gegn ofbeldi, á neti sem og annars staðar. Á vef Barnaheilla er að finna Ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um efni af netinu sem varðar ofbeldi gegn börnum eða annað ólöglegt efni sem tengist börnum. Dreifing nektarmynda af börnum, einstaklinga undir 18 ára, telst þar með. Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum víðsvegar í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, jafnvel þó þau séu frá fjarlægum löndum. Nýlega opnuðu Barnaheill nýja Ábendingalínu sem nú er aldursskipt og barnvæn. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu og nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi undir hatti Inhope, regnhlífasamtaka ábendingalína um heim allan. Nýtt einkenni Ábendingalínunnar er strokleður, sem táknar það sem hægt er að gera ef upplýsingar fást um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu. Við því er þá hægt að bregðast og vinna að því að efnið verði fjarlægt af netinu, að stroka það út. Inni á Ábendingalínunni er að finna stuðning við þá sem tilkynna og leiðbeiningar um hvert skuli leitað ef hætta er á ferðum eða viðkomandi er í neyð. Sér hnappur er fyrir aldursflokkinn 14 ára og yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, unnið er að því að láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klst. frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Ef þú verður var við ofbeldi gegn börnum á netinu skaltu tilkynna það til ábendingalínunnar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun