Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 9. mars 2020 09:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, mætir til samningafundar hjá ríkissáttasemjara á föstudag. vísir/vilhelm Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmennirnir heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfa þeir flestir við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ að því er segir á vef Eflingar. Efling boðar þá sem fara í verkfall á hádegi til fundar klukkan 12:30 í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, var hún önnum kafin í vinnu og vildi lítið tjá sig um gang viðræðna við Reykjavíkurborg en eins og fram hefur komið var fundi frestað um þrjú leytið í nótt og verður honum fram haldið eftir hádegi. Hún segir að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu sannarlega uppi í hinum sveitarfélögunum. Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni eru enn í ótímabundnu verkfalli. Það hófst á miðnætti þann 17. febrúar síðastliðinn. Fundað var í þeirri deilu fram á nótt og boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt dagatali á vef sáttasemjara hefur hins vegar ekki verið boðað til fundar hjá Eflingu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðasti fundur í þeirri deilu var á föstudag samkvæmt dagatali sáttasemjara. Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti var hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun og var skrifað undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta.Fréttin var uppfærð klukkan 10:24 eftir að fréttastofa hafði náð tali af formanni Eflingar. Hveragerði Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Verkföll 2020 Ölfus Tengdar fréttir Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. Um er að ræða ótímabundið verkfall en starfsmennirnir heyra undir samning Eflingar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfa þeir flestir við umönnun og viðhald hjá Kópavogsbæ og Seltjarnarnesbæ að því er segir á vef Eflingar. Efling boðar þá sem fara í verkfall á hádegi til fundar klukkan 12:30 í safnaðarheimili Digraneskirkju við Digranesveg 82 í Kópavogi. Þegar fréttastofa náði tali af Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, var hún önnum kafin í vinnu og vildi lítið tjá sig um gang viðræðna við Reykjavíkurborg en eins og fram hefur komið var fundi frestað um þrjú leytið í nótt og verður honum fram haldið eftir hádegi. Hún segir að Efling geri sömu kröfu um leiðréttingu lægstu launa og haldið er til streitu gagnvart Reykjavíkurborg. Sömu efnahagslegu lögmál séu sannarlega uppi í hinum sveitarfélögunum. Samningurinn er óháður Reykjavíkurborg og í sjálfstæðu viðræðuferli en félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni eru enn í ótímabundnu verkfalli. Það hófst á miðnætti þann 17. febrúar síðastliðinn. Fundað var í þeirri deilu fram á nótt og boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 13 í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samkvæmt dagatali á vef sáttasemjara hefur hins vegar ekki verið boðað til fundar hjá Eflingu og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Síðasti fundur í þeirri deilu var á föstudag samkvæmt dagatali sáttasemjara. Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti var hefur verið aflýst. Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og í morgun og var skrifað undir síðasta samninginn, á milli Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins, skömmu fyrir klukkan átta.Fréttin var uppfærð klukkan 10:24 eftir að fréttastofa hafði náð tali af formanni Eflingar.
Hveragerði Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Seltjarnarnes Verkföll 2020 Ölfus Tengdar fréttir Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Öll félög Starfsgreinasambandsins nema Efling hafa lokið öllum samningum Öll verkalýðsfélög innan Starfsgreinasambandsins að Eflingu undanskilinni hafa lokið samningum sínum við ríki, sveitarfélög og á almennum vinnumarkaði. Vonir eru bundnar við að stórum áfanga verði náð í samningum BSRB við ríki og sveitarfélög í kvöld. 6. mars 2020 20:30
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18