Sjö hinna smituðu gistu á sama hóteli á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 22:45 Frá Madonna-skíðasvæðinu á Norður-Ítalíu. Þar er nú fjöldi Íslendinga á skíðum og eru þeir væntanlegir til landsins næstkomandi laugardag. vísir/getty Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Sjö þeirra níu Íslendinga sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 gistu öll á sama hóteli á Norður-Ítalíu. Enginn Íslendingur dvelur hins vegar á hótelinu nú. Þetta segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Greint var frá því fyrr í kvöld að þrjú ný tilfelli kórónuveiru hefðu verið staðfest hér á landi. Áður höfðu þrjú tilfelli verið greind í dag, fyrir helgina greindist eitt og tvö til viðbótar um helgina. Átta einstaklingar sem greinst hafa með veiruna höfðu öll verið á ferðalagi um Norður-Ítalíu. Eru smitin rakin þangað þótt fólkið hafi verið á ferðalagi utan svæða sem áður höfðu verið skilgreind sem svæði með mikla smitáhættu. Ítalía hefur nú öll verið skilgreind sem slíkt áhættusvæði. Ekki er vitað hvar sá níundi, einn þeirra sem greindist í kvöld, smitaðist. Segir Víðir unnið að smitrakningu á því tilfelli. Öll hinna smituðu eru í einangrun heima hjá sér og eru þau öll á höfuðborgarsvæðinu. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.vísir/sigurjón Fóru í sóttkví strax við heimkomu á laugardag Þau tvö sem greindust í kvöld og komu frá Norður-Ítalíu með flugi Icelandair frá Veróna á laugardag hafa verið í sóttkví síðan þau komu heim. „Þau fundu fyrir einhverjum einkennum þannig að þau hafa væntanlega dregið sig í hlé út af því,“ segir Víðir. Allar líkur eru því taldar á því að þau hafi smitast af veirunni úti en ekki hér heima. Um sjötíu Íslendingar fóru til Norður-Ítalíu á skíði á laugardaginn og eru væntanleg aftur til landsins næsta laugardag. Flogið er eins og áður í gegnum Veróna. Aðspurður um undirbúninginn vegna komu þessa hóps segir Víðir að byrjað sé að skoða það í samvinnu við ferðaskrifstofurnar og Icelandair. Fundað hafi verið um málið í dag og reiknað sé með viðbúnaði þegar fólkið kemur aftur heim. „En við höfum líka fréttir af því að fólk sé mjög vart um sig og sé bara á skíðum og reyni að vera ekki í samneyti mikið við aðra. Haldi sig svona frá öðru fólki þannig að menn séu allt sem þeir geta til að passa sig. Þetta fólk var náttúrulega mjög meðvitað um þetta þannig að það sem við heyrum hljómar skynsamlega,“ segir Víðir. Hér sést starfsmaður Landspítalans í hlífðargalla vegna kórónuveirunnar.vísir/vilhelm Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira