Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:40 Jacob Blake eldri hefur gagnrýnt lögreglu harðlega. Hann segir óskiljanlegt að lögregla hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskyldu hans. Vísir/Getty Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna lögregla hafði afskipti af Blake en myndbönd af vettvangi sýna lögreglumann grípa í hann og hleypa af skotum. Mótmæli hafa brotist út vegna atviksins og var þjóðvarðliðið kallað út. Á vef AP fréttaveitunnar er haft eftir lögmanni Blake að mænan hafi farið í sundur og skemmdir hafi orðið á einhverjum líffærum. Blake var í aðgerð þegar rætt var við lögmanninn. „Það þarf kraftaverk svo Jacob Blake Jr. geti gengið aftur,“ sagði Ben Crump lögmaður Blake. Að sögn Crump mun Blake leita réttar síns vegna skotárásarinnar. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis hafa kallað eftir breytingum vegna málsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sagði kerfið vera gallað og lögin fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Faðir Blake, Jacob Blake eldri, hefur gagnrýnt lögregluna harðlega og furðar sig á því að lögreglumaðurinn hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskylduna. Blake er þriggja barna faðir og eru börnin sögð hafa orðið vitni að því þegar faðir þeirra var skotinn. „Þeir skutu son minn sjö sinnum, eins og hann skipti ekki máli. En sonur minn skiptir máli. Hann er manneskja og skiptir máli.“ Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38 Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna lögregla hafði afskipti af Blake en myndbönd af vettvangi sýna lögreglumann grípa í hann og hleypa af skotum. Mótmæli hafa brotist út vegna atviksins og var þjóðvarðliðið kallað út. Á vef AP fréttaveitunnar er haft eftir lögmanni Blake að mænan hafi farið í sundur og skemmdir hafi orðið á einhverjum líffærum. Blake var í aðgerð þegar rætt var við lögmanninn. „Það þarf kraftaverk svo Jacob Blake Jr. geti gengið aftur,“ sagði Ben Crump lögmaður Blake. Að sögn Crump mun Blake leita réttar síns vegna skotárásarinnar. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis hafa kallað eftir breytingum vegna málsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sagði kerfið vera gallað og lögin fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Faðir Blake, Jacob Blake eldri, hefur gagnrýnt lögregluna harðlega og furðar sig á því að lögreglumaðurinn hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskylduna. Blake er þriggja barna faðir og eru börnin sögð hafa orðið vitni að því þegar faðir þeirra var skotinn. „Þeir skutu son minn sjö sinnum, eins og hann skipti ekki máli. En sonur minn skiptir máli. Hann er manneskja og skiptir máli.“
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38 Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16
Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38
Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04