10,7 milljónir söfnuðust fyrir Berglindi: „Mun aldrei gleymast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 13:30 Berglind Gunnarsdóttir í sjónvarpsviðtalinu á dögunum. Skjámynd/S2 Sport „Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum. Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira
„Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir þegar hún þakkaði fyrir stuðninginn sem hún fékk í söfnuninni í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Landsliðskonan og læknaneminn Berglind Gunnarsdóttir hefur sýnt magnað keppnisskap, dugnað og æðruleysi eftir að hún slasaðist alvarlega á hálsi og mænu í rútuslysi þann 10. janúar síðastliðinn. Fjöldi fólks kom saman í Stykkishólmi á sama degi og Reykjavíkurmaraþonið átti að fara fram og hlupu fyrir Berglindi. Þau höfðu áður safnað áheitum en sýndu nú stuðninginn í verki með því að hlaupa í Hólminum og heilsa upp á sína konu. Alls hafa 1633 heitið á hlaupara í söfnuninni sem er glæsilegur hópur fólks. Upplýsingar um söfnunina má finna á hlaupastyrkur.is en þar kemur fram að safnast hafi 10,69 milljónir fyrir Berglindi en í dag er síðasti dagurinn til að styrkja hana í tengslum við þessa söfnun. Á söfnunarsíðunni kemur fram að peningar sem safnast séu hugsaður til að létta undir með Berglindi í kostnaðarsömu endurhæfingarferli en einnig til að hjálpa Berglindi að komast aftur út í lífið samhliða áframhaldandi endurhæfingu. „Þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í hlaupinu á laugardaginn var áþreifanleg og mun aldrei gleymast. Stuðningur ykkar er algjörlega ómetanlegur og hvetur mig enn frekar áfram! TAKK,“ skrifaði Berglind Gunnarsdóttir á fésbókarsíðu sína. Þ A K K L Æ T I til allra þeirra sem hafa stutt mig á einn eða annan hátt í nýjasta verkefninu mínu. Samstaðan í...Posted by Berglind LáruGunnarsdóttir on Mánudagur, 24. ágúst 2020 Berglind Gunnarsdóttir hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra körfuknattsleikskvenna undanfarin ár og auk þess að spila 26 landsleiki fyrir Ísland þá varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Snæfelli, sínu uppeldisfélagi og því félagi þar sem hún hefur spilað allan sinn feril. Hér fyrir neðan má síðan sjá viðtal sem Svava Kristín Grétarsdóttir tók við Berglindi Gunnarsdóttur á dögunum.
Körfubolti Stykkishólmur Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Sjá meira