Skerðing á leikskólaþjónustu hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 20:04 Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vonar að meirihlutinn endurskoði þessar breytingar. Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira
Styttri opnunartími á leikskólum Reykjavíkurborgar kemur verst við foreldra af erlendum uppruna og hefur neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna. Þetta er niðurstaða jafnréttismats sem var gert eftir að ráðist var í styttingu opnunartíma leikskólanna sem tók gildi þann 1. apríl síðastliðinn. Almennur opnunartími leikskóla er því nú frá 07:30 til 16:30 en undanfarin ár höfðu þeir verið opnir til klukkan 17. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir breytinguna snerta að minnsta kosti þúsund fjölskyldur í höfuðborginni og þá sérstaklega mæður. „Við sjáum það að mæður eru líklegri til þess að bæði sækja börnin og fara með þau að morgni, þannig þessi breyting mun bitna meira á vinnandi mæðrum heldur en vinnandi feðrum,“ sagði Hildur í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk taka mesta skellinn ásamt fólki með lítið bakland. Þá sé það erfitt fyrir fólk sem vinnur fjarri heimili sínu að sækja börnin þegar það þarf að keyra á milli staða á háannatíma. Hildur vonast til þess að meirihlutinn endurskoði þessa ákvörðun. „Þetta eru verulega neikvæðar niðurstöður og ég vona auðvitað að þær verði til þess að það verði horfið frá þessari ákvörðun.“ Fólk í vaktavinnu og lágtekjufólk á erfiðast með að bregðast við styttri opnunartíma leikskóla.Vísir/Vilhelm Sveigjanleiki frekar en skerðing Samkvæmt jafnréttismatinu voru um níuhundruð börn með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum í Reykjavík, eða um sautján prósent. Af þeim sem borguðu fyrir dvöl eftir þann tíma telja 62 prósent það vera erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttingunni. 59 eru frekar eða mjög mótfallin styttingunni, og feður meira en mæður. Niðurstöðurnar varpa einnig ljósi á það að breytingin hefur verst áhrif á þá foreldra þar sem heildartekjur heimilis eru á bilinu 550 til 799 þúsund á mánuði. Í einhverjum svörum hafi komið fram að foreldrar óttuðust um starfsöryggi sitt og tekjutap ef styttingin myndi haldast. „Það er ekki hægt að þvinga atvinnulífið til þess að stytta vinnuvikuna með því að skerða leikskólaþjónustu, því það mun miklu frekar og líklegast einmitt bitna á konum sem þurfa að fara að taka samtalið við sína vinnuveitendur um styttri vinnudaga og annað,“ segir Hildur, sem telur að verið sé að byrja á röngum enda. Könnunin beri það með sér að foreldrar vilji hafa sveigjanleika, og Hildur segir það raunhæfan kost í stöðunni. „Atvinnulífið hefur alveg verið opið fyrir því, í störfum þar sem það á við, að skoða styttingu vinnuvikunnar eða sveigjanlegt vinnuumhverfi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Hildi.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Jafnréttismál Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Veginum um Kjalarnes lokað vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Sjá meira