Vill auðvelda ferðafólki að sjá einu konungsgröfina á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. september 2020 22:22 Sveinn í Kálfskinni við gröf Hræreks konungs. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ekkert aðgengi er fyrir ferðamenn að einu konungsgröfinni sem vitað er um á Íslandi. Heimamenn á Árskógsströnd við Eyjafjörð vilja bæta úr þessu með gerð áningarstaðar þar sem menn geti kynnst skrautlegri sögu norsks fylkiskonungs sem fyrir þúsund árum var fluttur nauðugur til Íslands. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Konungsgröfin er við alfaraleið milli Dalvíkur og Akureyrar, í landi Kálfskinns. Hún er um það bil 400 metra frá þjóðveginum um Árskógsströnd. Það eru þó fáir sem koma að henni og sennilega ekki hátt hlutfall þjóðarinnar sem veit af henni. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti sveitarinnar, sem bjó í Kálfskinni í 75 ár, sýnir okkur gröfina, sem er einstök hérlendis. „Þetta er einasta konungsgröf að talið er á Íslandi,“ segir Sveinn. Talið er að Hrærekur konungur hafi komið að Kálfskinni í kringum árið 1020.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Á minningarsteini við gröfina stendur: „Hér er talið að Hrærekur konungur Dagsson frá Heiðmörk í Noregi sé grafinn. Dáinn að Kálfskinni um 1022.“ Neðar á smærra letri segir að steininn reisti Lionsklúbburinn Hrærekur árið 1976. Sagt er frá Hræreki í Heimskringlu, konungasögum Snorra Sturlusonar, Ólafs sögu helga. Þar kemur fram að Hrærekur hafi misst konungdæmi sitt á Heiðmörk eftir átök við annan norskan konung, Ólaf digra. „Ólafur yfirbugaði Hrærek, stakk úr honum augun og ætlaði að senda hann til Grænlands til að losna við hann,“ segir Sveinn. Ólafur fól íslenskum manni, Þórarni Nefjólssyni, að koma Hræreki úr landi með þessum orðum: „Að þú flytjir Hrærek til Grænlands og færir hann Leifi Eiríkssyni,“ segir í sögunni. „Þeir lenda í hafvillum og lenda á Íslandi,“ segir Sveinn. Hrærekur tók fyrst land í Breiðafirði, dvaldi síðan að Möðruvöllum í Eyjafirði en kom svo að Kálfskinni í kringum árið 1020, fyrir réttum þúsund árum. „Og hér dó hann eftir tvö ár og er grafinn hér. Og það er svo sem alveg sýnileg gröfin hans,“ segir Sveinn í Kálfskinni. Minningarskjöldur um Hrærek er við konungsgröfina, sem er friðlýst sem fornminjar.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En það er erfitt fyrir ferðamenn að komast að gröfinni, þar er ekki einu sinni útskot fyrir bíla eða rútur. „Það er búið að teikna fallegan áningarstað. En það er ekkert fjármagn til að laga til svo að rútur og bílar geti verið þar og fólk gengið hérna. Ég hef að vísu mjög oft farið hér með ferðamenn, sérstaklega Norðmenn. Og ég hefði gjarnan viljað að Íslendingar vissu af þessu.“ Sveinn rifjar upp orð norsks læknis, sem kom að gröfinni. „Þá segir hann svona ósköp látlaust: Er þetta virðingin sem þið sýnið eina konungi sem grafinn er á Íslandi?“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Noregur Fornminjar Ferðamennska á Íslandi Kóngafólk Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent