Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 17:42 Krabbameinsfélagið áréttar í yfirlýsingu að félagið beri alla ábyrgð á málinu og afleiðingum þess. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira