Disney vekur reiði með því að þakka stofnun sem ofsækir úígúra í Kína Kjartan Kjartansson skrifar 8. september 2020 12:39 Yifei Liu, aðalleikona Mulan, vakti reiði þegar hún lýsti stuðningi við lögreglu í Hong Kong sem er sökuð um að ganga hart fram gegn mótmælendum þar. AP/Disney/Jasin Boland Mannréttindafrömuðir gagnrýna nú bandaríska afþreyingarrisann Disney harðlega og hvetja til þess að endurgerð á teiknimyndinni „Mulan“ verði sniðgengin. Ákvörðun Disney um að taka myndina upp að hluta til í Xinjiang-héraði og þakka öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum þar hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum. Aðalleikkona „Mulan“ hafði þegar vakið fjaðrafok þegar hún lýsti yfir stuðningi við lögregluna í Hong Kong á samfélagsmiðlum en myndin var tekin upp þegar fjöldamótmæli í borgríkinu stóðu sem hæst. Aðgerðasinnar í Hong Kong kölluðu þá eftir að myndin yrði sniðgengin. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að kínversk öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði var á meðal átta kínverskra ríkisstofnana sem voru færðar þakkir í þakkarlista í lok myndarinnar. Auk stofnunarinnar fengu nokkrar áróðursdeildir kínverskra stjórnvalda sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar sem var frumsýnd í efnisveitu Disney á föstudag. New York Times og Washington Post segja óljóst hvað kínversku stofnanirnar lögðu af mörkum til myndarinnar en Disney svaraði ekki fyrirspurnum þeirra í morgun. Joshua Wong, lýðræðissinni í Hong Kong, sakar Disney um þjónkun við kínversk stjórnvöld. „Við hvetjum fólk um allan heim til þess að sniðganga nýju Mulan-myndina,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Mótmælendur í Seúl í Suður-Kóreu lýsa stuðningi við lýðræðissinna í Hong Kong og hvetja til sniðgöngu á Mulan. Vísir/EPA Um milljón manns í fangabúðum Kínversk stjórnvöld þræta enn fyrir að þau haldi þúsundum manna sem tilheyra þjóðarbroti úígúra í fangabúðum. Þau halda því fram að í búðunum fái fólkið starfsmenntun og að þær séu nauðsynlegar til þess að uppræta íslamska öfgahyggju. Meirihluti úígúra eru íslamstrúar. Fyrrum fangar og gögn sem hafa lekið út draga þó upp aðra mynd af búðunum. Þar sitji úígúrar undir innrætingu kínverska ríkisins og búi við harðræði og jafnvel pyntingar. Áætlað er að um milljón úígúra og aðrir minnihlutahópar hafi verið hnepptir í slíkar fangabúðir í Kína. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sakaði „ákveðin andkínversk öfl“ um að koma óorði á stefnu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang þegar gagnrýnin á „Mulan“ var borin undir hann. Framleiðslusaga „Mulan“ bendir til þess að leikarar og tökulið myndarinnar hafi verið á ferðinni í Xinjiang-héraði eftir að kínversk stjórnvöld tvíefldu ofsóknir sínar gegn úígúrum árið 2017. Mannréttindasamtök og lögspekingar telja ofsóknirnar umfangsmestu mannréttindabrot í Kína í áratugi. Fjarlægðu kossaatriði „Mulan“ verður frumsýnd í Kína á föstudag. Disney er sagt ásælast ábatasaman afþreyingarmarkað þar í landi en Kína er nú næststærsti markaðurinn fyrir kvikmyndir í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Fyrirtækið lenti upp á kant við stjórnvöld í Beijing þegar það framleiddi kvikmyndina „Kundun“ árið 1997 en hún byggði á ævi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Fyrir vikið frestaðist útgáfa af teiknimyndinni „Mulan“. Niki Caro, leikstjóri leiknu útgáfunnar sem nú er komin út, sagði við Hollywood Reporter í febrúar, að Disney hefði fjarlægt atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar kyssir aðra persónu að ósk kínverskra yfirmanna. Kína Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Mannréttindafrömuðir gagnrýna nú bandaríska afþreyingarrisann Disney harðlega og hvetja til þess að endurgerð á teiknimyndinni „Mulan“ verði sniðgengin. Ákvörðun Disney um að taka myndina upp að hluta til í Xinjiang-héraði og þakka öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum þar hefur vakið reiði á samfélagsmiðlum. Aðalleikkona „Mulan“ hafði þegar vakið fjaðrafok þegar hún lýsti yfir stuðningi við lögregluna í Hong Kong á samfélagsmiðlum en myndin var tekin upp þegar fjöldamótmæli í borgríkinu stóðu sem hæst. Aðgerðasinnar í Hong Kong kölluðu þá eftir að myndin yrði sniðgengin. Ekki bætti úr skák þegar í ljós kom að kínversk öryggisstofnun sem tekur þátt í ofsóknum gegn úígúrum í Xinjiang-héraði var á meðal átta kínverskra ríkisstofnana sem voru færðar þakkir í þakkarlista í lok myndarinnar. Auk stofnunarinnar fengu nokkrar áróðursdeildir kínverskra stjórnvalda sérstakar þakkir fyrir framlag sitt til kvikmyndarinnar sem var frumsýnd í efnisveitu Disney á föstudag. New York Times og Washington Post segja óljóst hvað kínversku stofnanirnar lögðu af mörkum til myndarinnar en Disney svaraði ekki fyrirspurnum þeirra í morgun. Joshua Wong, lýðræðissinni í Hong Kong, sakar Disney um þjónkun við kínversk stjórnvöld. „Við hvetjum fólk um allan heim til þess að sniðganga nýju Mulan-myndina,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna. Mótmælendur í Seúl í Suður-Kóreu lýsa stuðningi við lýðræðissinna í Hong Kong og hvetja til sniðgöngu á Mulan. Vísir/EPA Um milljón manns í fangabúðum Kínversk stjórnvöld þræta enn fyrir að þau haldi þúsundum manna sem tilheyra þjóðarbroti úígúra í fangabúðum. Þau halda því fram að í búðunum fái fólkið starfsmenntun og að þær séu nauðsynlegar til þess að uppræta íslamska öfgahyggju. Meirihluti úígúra eru íslamstrúar. Fyrrum fangar og gögn sem hafa lekið út draga þó upp aðra mynd af búðunum. Þar sitji úígúrar undir innrætingu kínverska ríkisins og búi við harðræði og jafnvel pyntingar. Áætlað er að um milljón úígúra og aðrir minnihlutahópar hafi verið hnepptir í slíkar fangabúðir í Kína. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins sakaði „ákveðin andkínversk öfl“ um að koma óorði á stefnu kínverskra stjórnvalda í Xinjiang þegar gagnrýnin á „Mulan“ var borin undir hann. Framleiðslusaga „Mulan“ bendir til þess að leikarar og tökulið myndarinnar hafi verið á ferðinni í Xinjiang-héraði eftir að kínversk stjórnvöld tvíefldu ofsóknir sínar gegn úígúrum árið 2017. Mannréttindasamtök og lögspekingar telja ofsóknirnar umfangsmestu mannréttindabrot í Kína í áratugi. Fjarlægðu kossaatriði „Mulan“ verður frumsýnd í Kína á föstudag. Disney er sagt ásælast ábatasaman afþreyingarmarkað þar í landi en Kína er nú næststærsti markaðurinn fyrir kvikmyndir í heiminum á eftir Bandaríkjunum. Fyrirtækið lenti upp á kant við stjórnvöld í Beijing þegar það framleiddi kvikmyndina „Kundun“ árið 1997 en hún byggði á ævi Dalai Lama, andlegs leiðtoga Tíbet. Fyrir vikið frestaðist útgáfa af teiknimyndinni „Mulan“. Niki Caro, leikstjóri leiknu útgáfunnar sem nú er komin út, sagði við Hollywood Reporter í febrúar, að Disney hefði fjarlægt atriði þar sem aðalpersóna myndarinnar kyssir aðra persónu að ósk kínverskra yfirmanna.
Kína Disney Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Disney fer nýjar leiðir með útgáfu Mulan Disney hefur tekið ákvörðun varðandi útgáfu Mulan. 5. ágúst 2020 19:52
Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36