Tuga saknað vegna eldanna í Oregon Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2020 08:11 Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Oregon, og víðar, vegna eldanna. Kevin Jantzer/AP Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Andrew Phelps, yfirmaður almannavarna í Oregon segir stofnunina hafa búið sig undir að eldarnir gætu orðið mörgum að bana. Minnst fernt hefur látist í Oregon og ellefu annars staðar. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Kate Brown, ríkisstjóra Oregon, að í gær hafi lögregla haft á borði sínu tilkynningar um tugi fólks sem væri saknað vegna eldanna, þá sérstaklega í þremur sýslum, Jackson, Lane og Marion. Þá sagði hún frá því að 40.000 íbúum ríkisins hefði verið gert að yfirgefa heimili sín. Eins og staðan er telja yfirvöld að eldarnir hafi áhrif á um hálfa milljón íbúa Oregon, en þar búa hátt í tvær og hálf milljón manna. Veðrið hjálpar til Doug Grafe, yfirmaður hjá slökkviliðinu í Oregon, sagði í gær að slökkviliðsmenn í ríkinu berðust við 16 stóra, aðskilda elda. Hann bætti þó við að lækkandi hitastig og aukinn raki í lofti hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldanna. Minnst eitt bál í ríkinu, sem valdið hefur hvað mestum skaða, í Almeida-sýslu er rannsakað sem íkveikja. Tvennt er talið hafa látist og hundruð heimila skemmst vegna eldsins. Í gær var 41 árs maður handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt eld. Hann er þó ekki talinn hafa kveikt eldinn í Almeida. Reykmengun vegna eldanna hefur gert það að verkum að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði allra borga heims. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforníu og Seattle í Washington. Bandaríkin Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Yfirvöld í Oregon-ríki í Bandaríkjunum segja að tuga fólks sé saknað vegna skógar- og gróðureldanna sem loga glatt í ríkinu. Eldar loga einnig í fleiri ríkjum, en hvað mest í Kaliforníu og Washington. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna ástandsins. Andrew Phelps, yfirmaður almannavarna í Oregon segir stofnunina hafa búið sig undir að eldarnir gætu orðið mörgum að bana. Minnst fernt hefur látist í Oregon og ellefu annars staðar. Alls loga hundrað aðskildir eldar í 12 ríkjum Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Kate Brown, ríkisstjóra Oregon, að í gær hafi lögregla haft á borði sínu tilkynningar um tugi fólks sem væri saknað vegna eldanna, þá sérstaklega í þremur sýslum, Jackson, Lane og Marion. Þá sagði hún frá því að 40.000 íbúum ríkisins hefði verið gert að yfirgefa heimili sín. Eins og staðan er telja yfirvöld að eldarnir hafi áhrif á um hálfa milljón íbúa Oregon, en þar búa hátt í tvær og hálf milljón manna. Veðrið hjálpar til Doug Grafe, yfirmaður hjá slökkviliðinu í Oregon, sagði í gær að slökkviliðsmenn í ríkinu berðust við 16 stóra, aðskilda elda. Hann bætti þó við að lækkandi hitastig og aukinn raki í lofti hjálpaði til við að ráða niðurlögum eldanna. Minnst eitt bál í ríkinu, sem valdið hefur hvað mestum skaða, í Almeida-sýslu er rannsakað sem íkveikja. Tvennt er talið hafa látist og hundruð heimila skemmst vegna eldsins. Í gær var 41 árs maður handtekinn vegna gruns um að hafa kveikt eld. Hann er þó ekki talinn hafa kveikt eldinn í Almeida. Reykmengun vegna eldanna hefur gert það að verkum að Portland, stærsta borg Oregon, mælist nú með verstu loftgæði allra borga heims. Þar á eftir koma San Francisco í Kaliforníu og Seattle í Washington.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17 Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Hálf milljón flýr stjórnlausa elda í Oregon Eldarnir loga einnig í nágrannaríkjunum Kaliforníu og Washington. 11. september 2020 07:17
Stór hluti bæjar brann til kaldra kola Íbúar bæjarins Phoenix í Oregon í Bandaríkjunum eru agndofa eftir að stór hluti bæjarins brann til kaldra kola í einum þeirra fjölmörgu gróðurelda sem loga á Vesturströnd Bandaríkjanna. 10. september 2020 22:14
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45