Icelandair dregur hugsanlega á ríkisábyrgðina næsta haust Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2020 12:03 Icelandair hefur aflýst miklum fjölda flugferða eftir að sóttvarnareglur voru hertar við landamærin hinn 19. ágúst. Ef áhrifa kórónufaraldurins á flug gætir enn í ríkum mæli í lok næsta sumars er hugsanlegt að félagið nýti sér lánalínur með ríkisábyrgð sem Alþingi samþykkti á dögunum. Vísir/Vilhelm Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara. Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Ef áhrif kórónufaraldursins dragast á langinn og lítið sem ekkert verður flogið á vegum Icelandair á næsta sumri mun félagið draga á lánalínur með ríkisábyrgð. Endanleg niðurstaða í hlutafjárútboði Icelandair liggur ekki fyrir fyrr en á morgun. Viðtökur lífeyrissjóða sem í dag eiga samanlagt 53,33 prósent í Icelandair skipta sköpum í hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag. Forsvarsmenn sjóðanna eru hins vegar þöglir sem gröfin um fyrirætlanir sínar í útboðinu. Ekki er reiknað er með að heildarniðurstöður útboðsins verði kynntar fyrr en á morgun. Ef eftirspurn eftir hlutum reynist meiri en framboð þarf að deila hlutunum út eftir fyrirframgefnum reglum. Eva Sóley Guðbjörnsdóttir framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair sagði á kynningarfundi í gær að reiknað væri með að lítið verði flogið fram á næsta vor þegar flug tæki að aukast á ný. Framleiðslan verði ekki komin á sama stað og fyrir kórónufaraldurinn fyrr en á árinu 2024. Mikið tap verði á félaginu á þessu ári og ekki búist við hagnaði fyrr en árið 2022. Bogi Nils Bogason er bjartsýnn á framtíð og möguleika Icelandair. Mikið veltur hins vegar á hlutafjárútboði félagsins sem lýkur klukkan fjögur í dag.Vísir/Vilhelm Samningar félagsins við lánadrottna, birgja og fleiri aðila eru háðir því að hlutafjárútboðið gangi samkvæmt áætlunum. Það á einnig við um tryggða sölu hlutabréfa til Landsbanka og Íslandsbanka upp á samtals sex milljaðra og ríkisábyrgðina á lánalínum til félagsins upp á 90 prósent af 120 milljónum dollara eða að hámarki 15 milljarða króna. Eva Sóley sagði grunnsviðsmynd félagsins ekki gera ráð fyrir að lánalínurnar verði nýttar. “En ef til kemur að eftirspurnin tekur ekki við sér á næsta ári og við verðum áfram í lágmarks eða mjög lítilli framleiðslu, þá með sumrinu eða haustinu 2021 á næsta ári færum við að nýta ríkislínuna og draga á hana. Þannig að hún kemur okkur í gegnum lengra tímabil í engri framleiðslu ef eftirspurnin tekur ekki við sér,” sagði Eva Sóley. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er hins vegar bjartsýnn á framtíð félagsins og möguleika þess til að ná fyrri stöðu og hefur sagt ríkisábyrgðina vera til þrautavara.
Icelandair Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Markaðir Tengdar fréttir Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54 Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
Viðtökur lífeyrissjóða ráða úrslitum í hlutafjárútboði Icelandair Tveggja daga hlutafjárútboði Icelandair lýkur klukkan fjögur síðdegis á morgun. Lífeyrissjóðirnir eiga 53,33 prósent í félaginu fyrir útboðið og ráða miklu um hvernig tekst til. 16. september 2020 18:54
Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu. 16. september 2020 13:21