Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Hægt er að rekja um hundrað kórónuveirusmit síðustu daga til tveggja skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur að sögn sóttvarnarlæknis. Langflest tilfellin sem hafi komið upp séu af sama afbrigði veirunnar og tveir franskir ferðamenn greindust með um miðjan ágúst. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og einnig hvernig staðan er á Landspítalanum þar sem á annað hundrað starfsfólks er í sóttkví.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um dag Alzheimer og ræðum við konu sem greindist ung með sjúkdóminn. Hún segir mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir einkennum og rétti fram hjálparhönd.

Að auki verður hið dularfulla flugvélarmál skoðað en íbúi í Kópavogi segist hafa fengið hálfgert áfall þegar flugvél Air Atlanta var flogið um þrjátíu metrum yfir húsið hennar í dag. Hún hélt að vélin væri á leið inn í húsið.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×