Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Met var slegið í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær og fimmtíu og sjö greindust smitaðir. Sjö greindust á Stykkishólmi. Birgir Olgeirsson, fréttamaður okkar verður þar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 ásamt bæjarstjóranum.

Í fréttatímanum segir Fjármálaráðherra að efnahagslegar forsendur fyrir áframhaldandi kjarabata launþega séu foknar út í veður og vind, kanna þurfi hvort fresta þurfi launahækkunum. Formaður VR segir að ef það gerist verði því svarað af hörku sem ekki hafi sést áður.

Við kíkjum í fangelsi landsins en þar hefur fíkniefnaneysla dregist saman síðustu mánuði og hittum erlenda ferðamenn sem gengust undir sóttkví og tvöfalda skimun til að geta tekið þátt í fjárleitum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×