Fyrstu kappræður Trumps og Bidens Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2020 23:31 Joe Biden og Donald Trump mætast í nótt. Vísir/AP Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Uppfært klukkan 08:36: Kappræðunum á milli Trumps og Bidens er lokið en horfa má á þær í spilaranum neðar í þessari frétt. Þá má lesa ítarlega umfjöllun Vísis um kappræðurnar hér. Í nótt fara fram fyrstu kappræður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna og frambjóðanda Repúblikana, og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og frambjóðanda Demókrata, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Horfa má á kappræðurnar, sem hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma, í beinni útsendingu hér að neðan. Beðið hefur verið eftir kappræðunum með mikilli eftirvæntingu en alls verða þrjár slíkar haldnar fyrir forsetakosningarnar í nóvember næstkomandi. Sérfræðingir og greinendur eru reyndar sammála um það að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega, líkt og Vísir fór yfir fyrr í kvöld. Biden mælist enn með töluvert forskot á Trump á landsvísu. Spálíkan tölfræðimiðilsins FiveThirtyEight gefur Biden 78 prósent líkur á því að bera sigur úr býtum. Kappræðurnar hefjast sem fyrr segir klukkan eitt í nótt og verða þær um níutíu mínútna langar. Kappræðurnar fara fram Cleveland í Ohio-ríki og er það hinn reynslumikli sjónvarpsmaður Chris Wallace sem mun stýra kappræðunum. Það var Wallace sjálfur sem valdi umræðuefni kvöldsins og eru þau eftirfarandi: Árangur Trumps og Bidens Hæstiréttur Bandaríkjanna Covid-19 Efnahagur Bandaríkjanna Samskipti kynþátta og ofbeldi í borgum Bandaríkjanna Heilindi kosninganna Reiknað er með fimmtán mínútum í hvert umræðuefni og munu Biden og Trump fá tvær mínútur til þess að svara opnunarspurningu frá Wallace í hverjum umræðuefni fyrir sig. Frambjóðendurnir munu einnig fá tækifæri til að bregðast við því sem fram kemur í svörum mótframbjóðandans. Alls munu Biden og Trump mætast tvisvar sinnum í viðbót, þann 15. og þann 22. október. Kamala Harris, varaforsetaefni Bidens og Mike Pence, núverandi varaforseti munu svo mætast í kappræðum þann 7. október næstkomandi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01 Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25 „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Ólíklegt að kappræðurnar í nótt skipti verulegu máli Mikill meirihluti kjósenda í Bandaríkjunum segist ætla að horfa en sérfræðingar og greinendur eru sammála um að kappræðurnar muni í raun litlu breyta. Nema Trump eða Biden misstígi sig verulega. 29. september 2020 21:01
Skattamál Trump þjóðaröryggismál að mati Pelosi Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og æðsti kjörni fulltrúi Demókrata á landsvísu segir að skattamál Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, varði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 28. september 2020 22:25
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57